Viðhorf, þekking og ánægja íbúa á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Austurlands á Egilsstöðum

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf, þekkingu og ánægju almennings á svæði Heilbrigðisstofnunar Austurlands á Egilsstöðum (HSAE) til þeirrar þjónustu sem stofnunin veitir. Rannsóknin var megindleg lýsandi rannsókn (quantitativ...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Gunnþóra Snæþórsdóttir, Sigrún M. Vilhjálmsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2004
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/208
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf, þekkingu og ánægju almennings á svæði Heilbrigðisstofnunar Austurlands á Egilsstöðum (HSAE) til þeirrar þjónustu sem stofnunin veitir. Rannsóknin var megindleg lýsandi rannsókn (quantitative descriptive research). Mælitækið var spurningalisti sem ekki hefur verið notaður áður en hann var þróaður af rannsakendum og yfirfarinn af leiðbeinanda. Þýðið í rannsókninni voru íbúar, 18 ára og eldri, á þjónustusvæði HSAE sem voru með lögheimili á svæðinu í desember 2003 og höfðu póstnúmer 700, 701 og 720. Úrtakið var valið með kerfisbundnu slembiúrtaki úr þýðinu. Það voru sendir út 145 staðlaðir spurningalistar og svöruðu 82 sem eru 56,2% úrtaksins. Einnig gafst þátttakendum tækifæri til að koma með skriflegar athugasemdir. Í erlendum rannsóknum hefur komið fram að góð leið til að fá upplýsingar um viðhorf skjólstæðinga sé að senda út spurningalista og jafnframt sé nauðsynlegt fyrir hjúkrunarfræðinga að gera rannsóknir til þess að fá betri innsýn í viðhorf þeirra og þarfir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 75% af þeim sem tóku afstöðu voru ánægðir með þjónustuna og starfsfólkið. En það voru vissir þættir í þjónustunni sem ekki var eins mikil ánægja með eins og lokun fæðingardeildar og hvað var erfitt að fá tíma hjá lækni. Það kom einnig fram þörf á því að stofnunin kynnti þjónustu sína betur og æskilegt þótti að hún hefði góða heimasíðu með aðgengilegum upplýsingum. Lykilhugtök: Ánægja notenda (sjúklinga, skjólstæðinga), viðhorf notenda, þekking notenda, gæði heilbrigðisþjónustu, megindleg rannsóknaraðferð.