Prjónakennsla á Íslandi

Prjónakennsla á Íslandi var viðfangsefni þessarar rannsóknar. Tilgangurinn var að skoða þær breytingar sem orðið hafa á prjónakennslu frá fyrstu Aðalnámskrá grunnskóla sem kom út árið 1977 til ársins 2014. Markmið rannsóknarinnar var að skoða menningarlegt gildi prjóns, auk þess að skoða kennsluhætt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jenný Halla Lárusdóttir 1983-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20458
Description
Summary:Prjónakennsla á Íslandi var viðfangsefni þessarar rannsóknar. Tilgangurinn var að skoða þær breytingar sem orðið hafa á prjónakennslu frá fyrstu Aðalnámskrá grunnskóla sem kom út árið 1977 til ársins 2014. Markmið rannsóknarinnar var að skoða menningarlegt gildi prjóns, auk þess að skoða kennsluhætti og viðhorf kennara og nemenda til prjónakennslu. Framtíðarhorfur greinarinnar voru kannaðar með tilliti til áherslna í nýrri Aðalnámsrá grunnskóla 2011/2013 sem miðar að því að kenna textílmennt með sjálfbærni að leiðarljósi. Tekin voru viðtöl við sex textílkennara og svör þeirra greind samkvæmt eigindlegri aðferðafræði. Leitast var við að kalla fram reynslu og viðhorf viðmælanda varðandi prjónakennslu í grunnskólum og framtíðarsýn þeirra á viðfangsefninu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að helstu breytingar síðustu áratuga varði kennsluverkefni og viðfangsefni nemenda. Meginniðurstöður eru þær að nemendur hafa nú meira frelsi í verkefnavali en áður, aukin áhersla er lögð á sköpun og að nemendur vinni út frá eigin forsendum, getu og áhuga. Sjálfbærni er áberandi í Aðalnámskrá grunnskóla og er nýtt hugtak í textílmennt sem getur gefið kennurum nýjar hugmyndir í prjónakennslu. Niðurstöður má túlka þannig að prjón hafi sterka samfélagslega þýðingu. Einnig að kennarar og nemendur séu jákvæðir í garð kennslunnar og að mikill vilji sé fyrir því að halda áfram öflugri prjónakennslu í grunnskólum. This reasearch focuses on how knitting has been tought in Iceland. The purpose was to explore how knitting instruction has evolved since the first curriculum in compulsory education in Iceland from 1977 until 2014. The aim of the research was to study the cultural significance of knitting, as well as the methods of teaching and the attitude of teachers and students to knitting instruction. The future prospects of the subject were explored with the focus of the new curriculum in compulsory education in Iceland 2011/2013 that sets out to teach textiles with an emphasis on sustainability. Interviews were conducted with 6 ...