Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2014: Innsýn í reynslu fólks af erlendum uppruna af þeim

Í þessari rannsókn er lýðræðisleg þátttaka innflytjenda í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík vorið 2014 skoðuð. Í kenningalegri umræðu eru kenningar kosningaþátttöku fyrirferðamiklar. Jafnframt er þar fjallað um þverþjóðleika, ríkisborgara- og kosningarétt og innflytjendur á Íslandi eru skilgreindi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Magnúsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20250
Description
Summary:Í þessari rannsókn er lýðræðisleg þátttaka innflytjenda í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík vorið 2014 skoðuð. Í kenningalegri umræðu eru kenningar kosningaþátttöku fyrirferðamiklar. Jafnframt er þar fjallað um þverþjóðleika, ríkisborgara- og kosningarétt og innflytjendur á Íslandi eru skilgreindir. Þá er tilraun gerð til skilgreiningar á reynslu og upplifun ásamt heimssýn. Farið er yfir borgarstjórnarkosningarnar 2014 í samnefndum kafla, en þar er íslenskur raunveruleiki skoðaður; hlutföll innflytjenda á Íslandi og kosningaþátttaka þeirra skoðuð. Þar næst er kosningabaráttan, skoðanakannanir og úrslit kosninganna útlistuð. Þá er búin til nokkurs konar tímalína yfir moskumálið svokallaða sem setti mikinn svip á kosningabaráttuna. Þar á eftir kemur að Aðferðafræði og framkvæmd, og eru þar rannsóknaraðferðirnar útlistaðar. Þar ber helst að nefna nákvæmnisúrtöku og snjóboltaúrtak. Þá eru hálf staðlaðir spurningalistar ræddir ásamt vettvangsathugunum. Greining gagna er þar á eftir en þar eru niðurstöður viðtala sett í samhengi við kenningalega umræðu og vettvangsathuganir sem framkvæmdar voru. Þar kemur fram að það sé mjög misjafnt hvort fólk af erlendum uppruna taki þátt í kosningum á Íslandi. Aðgengi að upplýsingum frá flokkunum virðist vera gott en það sama má ekki segja um upplýsingar um hvort fólk sé með kosningarétt, þar sem einn viðmælandi vissi ekki að hann hefði kosningarétt. Viðmælendur voru spurðir um moskumálið og var meirihlutinn sammála um að það hafi sett svartan blett á kosningabaráttuna.