Mæling á sóun á vinnutíma notenda – Þróun aðferðar byggð á aðferðafræði straumlínustjórnunar

Notendaprófanir hafa verið framkvæmdar í áratugi, og mikið af prófunaraðferðum hafa verið skilgreindar síðan 1990. Þróun á prófunaraðferðunum hefur verið hröð, en mikið af aðferðunum leggur áherslu á að prófa hugbúnaðinn áður en hann er afhentur. Straumlínustjórnun („Lean management“) nýtur sívaxand...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Jóhannsdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19509
id ftskemman:oai:skemman.is:1946/19509
record_format openpolar
spelling ftskemman:oai:skemman.is:1946/19509 2023-05-15T18:07:01+02:00 Mæling á sóun á vinnutíma notenda – Þróun aðferðar byggð á aðferðafræði straumlínustjórnunar Ingibjörg Jóhannsdóttir 1986- Háskólinn í Reykjavík 2014-06 application/pdf http://hdl.handle.net/1946/19509 is ice http://hdl.handle.net/1946/19509 Tölvunarfræði Tölvufræði Straumlínustjórnun Kannanir Thesis Bachelor's 2014 ftskemman 2022-12-11T06:53:36Z Notendaprófanir hafa verið framkvæmdar í áratugi, og mikið af prófunaraðferðum hafa verið skilgreindar síðan 1990. Þróun á prófunaraðferðunum hefur verið hröð, en mikið af aðferðunum leggur áherslu á að prófa hugbúnaðinn áður en hann er afhentur. Straumlínustjórnun („Lean management“) nýtur sívaxandi vinsælda um heim allan en aðferðin leggur mikla áherslu á að minnka sóun í framleiðslu á vörum. Straumlínustjórnun í hugbúnaðargerð nýtur einnig vaxandi vinsælda, en þar er markmiðið að minnka sóun við gerð hugbúnaðarkerfa. Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt, annars vegar felst það í að þróa prófunaraðferð, sem metur sóun á vinnutíma notenda, sem vinna við ákveðið hugbúnaðarkerfi. Við uppbyggingu aðferðarinnar verður notuð og aðlöguð skilgreining á sjö tegundum sóunar við framleiðslu hugbúnaðar. Þetta verður framkvæmt með þróun spurningalista. Hins vegar er markmið rannsóknarinnar að meta hversu vel aðferðin reynist. Þessu markmiði verður náð með því að leggja spurningalistann fyrir nemendur á fyrsta ári í Háskólanum í Reykjavík til að meta innra kerfi skólans, MySchool. Viðtöl verða tekin við þrjá nemendur sem svara listanum til að fá fram mat þeirra á spurningalistanum. Jafnframt verður tekið viðtal við starfsmann skólans til að meta hvernig prófunaraðferðin getur gagnast við endurbætur á MySchool kerfinu, og þar með hvernig aðferðin gagnast almennt við mælingar sem notaðar eru til grundvallar við endurbætur á kerfum. Niðurstöður sýndu að aðferðin virkaði vel og ekki er þörf á miklum endurbótum á henni. Nemendur voru ánægðir með spurningalistann og þá sérstaklega opnu spurningarnar. Starfsmaður háskólans var sammála nemendum um að opnu spurningarnar væru mjög gagnlegar. Hann taldi að prófunaraðferðin gæti nýst vel við endurbætur á kerfum. Það er því niðurstaða verkefnisins að þessi prófunaraðferð gæti nýst vel þegar endurbæta á kerfi og getur verið gott tól til að minnka sóun á vinnutíma notenda í kerfum, en fleiri dæmi þyrfti að taka um notkun aðferðarinnar til að fá enn betri grunn fyrir notkun hennar. Thesis Reykjavík Reykjavík Skemman (Iceland) Reykjavík Mikla ENVELOPE(-6.300,-6.300,62.350,62.350) Náð ENVELOPE(-14.843,-14.843,64.382,64.382)
institution Open Polar
collection Skemman (Iceland)
op_collection_id ftskemman
language Icelandic
topic Tölvunarfræði
Tölvufræði
Straumlínustjórnun
Kannanir
spellingShingle Tölvunarfræði
Tölvufræði
Straumlínustjórnun
Kannanir
Ingibjörg Jóhannsdóttir 1986-
Mæling á sóun á vinnutíma notenda – Þróun aðferðar byggð á aðferðafræði straumlínustjórnunar
topic_facet Tölvunarfræði
Tölvufræði
Straumlínustjórnun
Kannanir
description Notendaprófanir hafa verið framkvæmdar í áratugi, og mikið af prófunaraðferðum hafa verið skilgreindar síðan 1990. Þróun á prófunaraðferðunum hefur verið hröð, en mikið af aðferðunum leggur áherslu á að prófa hugbúnaðinn áður en hann er afhentur. Straumlínustjórnun („Lean management“) nýtur sívaxandi vinsælda um heim allan en aðferðin leggur mikla áherslu á að minnka sóun í framleiðslu á vörum. Straumlínustjórnun í hugbúnaðargerð nýtur einnig vaxandi vinsælda, en þar er markmiðið að minnka sóun við gerð hugbúnaðarkerfa. Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt, annars vegar felst það í að þróa prófunaraðferð, sem metur sóun á vinnutíma notenda, sem vinna við ákveðið hugbúnaðarkerfi. Við uppbyggingu aðferðarinnar verður notuð og aðlöguð skilgreining á sjö tegundum sóunar við framleiðslu hugbúnaðar. Þetta verður framkvæmt með þróun spurningalista. Hins vegar er markmið rannsóknarinnar að meta hversu vel aðferðin reynist. Þessu markmiði verður náð með því að leggja spurningalistann fyrir nemendur á fyrsta ári í Háskólanum í Reykjavík til að meta innra kerfi skólans, MySchool. Viðtöl verða tekin við þrjá nemendur sem svara listanum til að fá fram mat þeirra á spurningalistanum. Jafnframt verður tekið viðtal við starfsmann skólans til að meta hvernig prófunaraðferðin getur gagnast við endurbætur á MySchool kerfinu, og þar með hvernig aðferðin gagnast almennt við mælingar sem notaðar eru til grundvallar við endurbætur á kerfum. Niðurstöður sýndu að aðferðin virkaði vel og ekki er þörf á miklum endurbótum á henni. Nemendur voru ánægðir með spurningalistann og þá sérstaklega opnu spurningarnar. Starfsmaður háskólans var sammála nemendum um að opnu spurningarnar væru mjög gagnlegar. Hann taldi að prófunaraðferðin gæti nýst vel við endurbætur á kerfum. Það er því niðurstaða verkefnisins að þessi prófunaraðferð gæti nýst vel þegar endurbæta á kerfi og getur verið gott tól til að minnka sóun á vinnutíma notenda í kerfum, en fleiri dæmi þyrfti að taka um notkun aðferðarinnar til að fá enn betri grunn fyrir notkun hennar.
author2 Háskólinn í Reykjavík
format Thesis
author Ingibjörg Jóhannsdóttir 1986-
author_facet Ingibjörg Jóhannsdóttir 1986-
author_sort Ingibjörg Jóhannsdóttir 1986-
title Mæling á sóun á vinnutíma notenda – Þróun aðferðar byggð á aðferðafræði straumlínustjórnunar
title_short Mæling á sóun á vinnutíma notenda – Þróun aðferðar byggð á aðferðafræði straumlínustjórnunar
title_full Mæling á sóun á vinnutíma notenda – Þróun aðferðar byggð á aðferðafræði straumlínustjórnunar
title_fullStr Mæling á sóun á vinnutíma notenda – Þróun aðferðar byggð á aðferðafræði straumlínustjórnunar
title_full_unstemmed Mæling á sóun á vinnutíma notenda – Þróun aðferðar byggð á aðferðafræði straumlínustjórnunar
title_sort mæling á sóun á vinnutíma notenda – þróun aðferðar byggð á aðferðafræði straumlínustjórnunar
publishDate 2014
url http://hdl.handle.net/1946/19509
long_lat ENVELOPE(-6.300,-6.300,62.350,62.350)
ENVELOPE(-14.843,-14.843,64.382,64.382)
geographic Reykjavík
Mikla
Náð
geographic_facet Reykjavík
Mikla
Náð
genre Reykjavík
Reykjavík
genre_facet Reykjavík
Reykjavík
op_relation http://hdl.handle.net/1946/19509
_version_ 1766178862966767616