Leiklist í leikskóla og sjálfsmynd barna

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf starfsfólks til áhrifa leiklistarstarfs í leikskóla. Leitað var svara við því hvort og hvernig starfsfólk, sem hefur reynslu af leiklistarstarfi með börnum, telur starfið hafa áhrif á sjálfsmynd barna. Tilgangurinn var að fá innsýn í viðhorf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Bára Sævarsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19496
id ftskemman:oai:skemman.is:1946/19496
record_format openpolar
spelling ftskemman:oai:skemman.is:1946/19496 2023-05-15T18:07:01+02:00 Leiklist í leikskóla og sjálfsmynd barna Anna Bára Sævarsdóttir 1983- Háskóli Íslands 2014-06 application/pdf http://hdl.handle.net/1946/19496 is ice http://hdl.handle.net/1946/19496 Meistaraprófsritgerðir Leikskólakennarafræði Leikskólabörn Leiklist Sjálfsmynd (sálfræði) Hlutverkaleikir Leiklistarkennsla Tilviksrannsóknir Thesis Master's 2014 ftskemman 2022-12-11T06:57:01Z Meginmarkmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf starfsfólks til áhrifa leiklistarstarfs í leikskóla. Leitað var svara við því hvort og hvernig starfsfólk, sem hefur reynslu af leiklistarstarfi með börnum, telur starfið hafa áhrif á sjálfsmynd barna. Tilgangurinn var að fá innsýn í viðhorf starfsmanna til leiklistarstarfs með börnum, hvernig það fer fram og hvaða áhrif þeir telja að leiklistin hafi á börn. Fjallað er um fræðilegan grunn leiklistarkennslu, þ.e.a.s. um kenningar, áherslur og aðferðir nokkurra frumkvöðla í leiklist með börnum. Einnig um gildi hlutverkaleiks með börnum og hlutverk kennara í leiklist. Jafnframt er þróun sjálfsmyndar rædd og rýnt í niðurstöður rannsókna um áhrif leiklistar á börn. Ritgerðin byggir á því grundvallarviðhorfi að markvisst leiklistarstarf í leikskóla styðji börn í að öðlast meiri skilning á umhverfi sínu, þau læri að tjá sig og setja sig í spor annarra og verði þannig meðvitaðri um eigin tilfinningar og móti með sér sterkari sjálfsmynd. Þátttakendur í rannsókninni voru starfsfólk og börn í einum leikskóla í Reykjavík sem starfað hefur á markvissan hátt að leiklist með börnum. Um er að ræða eigindlega tilviksrannsókn þar sem gagna var aðallega aflað með viðtölum við fimm leikskólakennara og starfsmenn sem tekið hafa þátt í leiklistarkennslu leikskólans, jafnframt voru skráðar athuganir á vettvangi. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að starfsfólkið var sammála um mikilvægi þess að vinna með leiklist með börnum, það telur að í leiklistarstarfinu fái börn tækifæri til að tjá sig, setja sig í spor annarra og koma fram. Að mati starfsfólksins eflir leiklistin samskipti, samvinnu og tillitsemi í barnahópnum, það telur jafnframt að mikilvægustu þættirnir sem efla þyrfti í leikskólastarfinu snúist að félagsfærni barna, samskiptum, sjálfmynd barna og framkomu. Helstu niðurstöðurnar benda því til þess að leiklist hafi að mati starfsfólks einhver áhrif á sjálfsmynd barnanna en að einnig séu margir aðrir þættir sem hafi áhrif á og móti sjálfsmyndina. Thesis Reykjavík Reykjavík Skemman (Iceland) Reykjavík Varpa ENVELOPE(11.284,11.284,64.505,64.505) Mati ENVELOPE(138.769,138.769,59.335,59.335)
institution Open Polar
collection Skemman (Iceland)
op_collection_id ftskemman
language Icelandic
topic Meistaraprófsritgerðir
Leikskólakennarafræði
Leikskólabörn
Leiklist
Sjálfsmynd (sálfræði)
Hlutverkaleikir
Leiklistarkennsla
Tilviksrannsóknir
spellingShingle Meistaraprófsritgerðir
Leikskólakennarafræði
Leikskólabörn
Leiklist
Sjálfsmynd (sálfræði)
Hlutverkaleikir
Leiklistarkennsla
Tilviksrannsóknir
Anna Bára Sævarsdóttir 1983-
Leiklist í leikskóla og sjálfsmynd barna
topic_facet Meistaraprófsritgerðir
Leikskólakennarafræði
Leikskólabörn
Leiklist
Sjálfsmynd (sálfræði)
Hlutverkaleikir
Leiklistarkennsla
Tilviksrannsóknir
description Meginmarkmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf starfsfólks til áhrifa leiklistarstarfs í leikskóla. Leitað var svara við því hvort og hvernig starfsfólk, sem hefur reynslu af leiklistarstarfi með börnum, telur starfið hafa áhrif á sjálfsmynd barna. Tilgangurinn var að fá innsýn í viðhorf starfsmanna til leiklistarstarfs með börnum, hvernig það fer fram og hvaða áhrif þeir telja að leiklistin hafi á börn. Fjallað er um fræðilegan grunn leiklistarkennslu, þ.e.a.s. um kenningar, áherslur og aðferðir nokkurra frumkvöðla í leiklist með börnum. Einnig um gildi hlutverkaleiks með börnum og hlutverk kennara í leiklist. Jafnframt er þróun sjálfsmyndar rædd og rýnt í niðurstöður rannsókna um áhrif leiklistar á börn. Ritgerðin byggir á því grundvallarviðhorfi að markvisst leiklistarstarf í leikskóla styðji börn í að öðlast meiri skilning á umhverfi sínu, þau læri að tjá sig og setja sig í spor annarra og verði þannig meðvitaðri um eigin tilfinningar og móti með sér sterkari sjálfsmynd. Þátttakendur í rannsókninni voru starfsfólk og börn í einum leikskóla í Reykjavík sem starfað hefur á markvissan hátt að leiklist með börnum. Um er að ræða eigindlega tilviksrannsókn þar sem gagna var aðallega aflað með viðtölum við fimm leikskólakennara og starfsmenn sem tekið hafa þátt í leiklistarkennslu leikskólans, jafnframt voru skráðar athuganir á vettvangi. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að starfsfólkið var sammála um mikilvægi þess að vinna með leiklist með börnum, það telur að í leiklistarstarfinu fái börn tækifæri til að tjá sig, setja sig í spor annarra og koma fram. Að mati starfsfólksins eflir leiklistin samskipti, samvinnu og tillitsemi í barnahópnum, það telur jafnframt að mikilvægustu þættirnir sem efla þyrfti í leikskólastarfinu snúist að félagsfærni barna, samskiptum, sjálfmynd barna og framkomu. Helstu niðurstöðurnar benda því til þess að leiklist hafi að mati starfsfólks einhver áhrif á sjálfsmynd barnanna en að einnig séu margir aðrir þættir sem hafi áhrif á og móti sjálfsmyndina.
author2 Háskóli Íslands
format Thesis
author Anna Bára Sævarsdóttir 1983-
author_facet Anna Bára Sævarsdóttir 1983-
author_sort Anna Bára Sævarsdóttir 1983-
title Leiklist í leikskóla og sjálfsmynd barna
title_short Leiklist í leikskóla og sjálfsmynd barna
title_full Leiklist í leikskóla og sjálfsmynd barna
title_fullStr Leiklist í leikskóla og sjálfsmynd barna
title_full_unstemmed Leiklist í leikskóla og sjálfsmynd barna
title_sort leiklist í leikskóla og sjálfsmynd barna
publishDate 2014
url http://hdl.handle.net/1946/19496
long_lat ENVELOPE(11.284,11.284,64.505,64.505)
ENVELOPE(138.769,138.769,59.335,59.335)
geographic Reykjavík
Varpa
Mati
geographic_facet Reykjavík
Varpa
Mati
genre Reykjavík
Reykjavík
genre_facet Reykjavík
Reykjavík
op_relation http://hdl.handle.net/1946/19496
_version_ 1766178887625080832