Summary: | Læst til 19.5.2020 Símhleranir eru mikilvæg rannsóknaraðferð lögreglu til að upplýsa sakamál. Þar sem símhleranir eru alvarlegt inngrip inn í friðhelgi einkalífsins, sem verndað er af 71. gr. stjórnarskrá Íslands og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem löggiltur var á Íslandi árið 1994 með lögum nr. 62/1994, er nauðsynlegt að heimildir til símhlerana séu settar þröngar skorður. Fjölmargar skilgreiningar á hugtakinu „friðhelgi einkalífsins“ hafa verið settar fram í gegnum tíðina, t.d. að í friðhelgi einkalífs felist fyrst og fremst réttur manna til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. Jafnframt er litið svo á að tilfinningalíf og tilfinningasambönd við aðra njóti verndar. Lög um símhleranir er að finna í XI. kafla, Símahlustun og önnur sambærileg úrræði, laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Ef skoðuð er dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi símhleranir, er ljóst að íslensk löggjöf varðandi símhleranir er í samræmi við þá dómaframkvæmd að öllu nema einu leyti. Það er varðandi eftirlit með tilkynningarskyldu um símhleranir sem kveðið er á um í 2. málsl. 2. mgr. 85. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Það eftirlitshlutverk er í höndum ríkissaksóknara og virðist sem fjárskortur embættisins leiði til þess að hann geti ekki sinnt þessu lögbundna verkefni sínu. Umræður á Alþingi varðandi símhleranir hafa verið afar takmarkaðar. Nánast engar umræður sköpuðust á Alþingi um símhleranir á 20. öldinni. Var það ekki fyrr en í byrjun 21. aldar sem umræður um símhleranir sköpuðust á Alþingi í kjölfar frumvarps sem fól í sér heimild til að framkvæma símhleranir án dómsúrskurða. Telephone tapping is an important resource of the police to investigate crimes. Since telephone tapping is a serious violation of the right to privacy, which is guarded by article 71 of the Icelandic Constitution and article 8 of the European Convention on Human right which was legalized in Iceland 1994 by law no. 62/1994, it is vital that permissions to conduct telephone tapping ...
|