Haldlagning og leit í rafrænum gögnum

Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að draga fram hvaða reglur gilda um haldlagningu og leit í rafrænum gögnum. Umfjöllunin snýr meðal annars að því að sýna fram á hvort þörf sé á skýrari reglum um þessar tilteknu þvingunarráðstafanir í ljósi ört vaxandi tækniþróunar síðustu áratuga. Til að svar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragnhildur Gylfadóttir 1988-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19278
Description
Summary:Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að draga fram hvaða reglur gilda um haldlagningu og leit í rafrænum gögnum. Umfjöllunin snýr meðal annars að því að sýna fram á hvort þörf sé á skýrari reglum um þessar tilteknu þvingunarráðstafanir í ljósi ört vaxandi tækniþróunar síðustu áratuga. Til að svara þessum álitaefnum er fjallað um hvernig framkvæmd á þvingunarráðstöfunum er háttað hér á landi, ásamt því að litið er til framkvæmdar í Noregi. Í upphafi ritgerðar er fjallað um haldlagningu og leit í sögulegu samhengi. Fjallað er ítarlega um efnisskilyrði ákvæðanna sem gilda samkvæmt lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 og hvernig þeim er beitt í framkvæmd. Lagðir eru til grundvallar dómar þar sem lagt er hald á mikið magn af rafrænum gögnum við húsleitir og fjallað um álitaefni tengdum þeim. Í niðurstöðu ritgerðarinnar er sýnt fram á að þörf sé á skýrari reglum um haldlagningu og leit í rafrænum gögnum. Álitaefni tengd spegilafritun á rafrænum gögnum hafa ekki verið lögð fyrir íslenska dómstóla, en telja verður að þörf sé að setja lög eða reglur um slík úrræði. Sama á við um rafræn gögn sem haldlögð eru umfram heimildir samkvæmt dómsúrskurði. Veigamikil rök eru fyrir því að setja sameiginlegar reglur um haldlagningu og leit á rafrænum gögnum og símahlustun og sambærileg úrræði. Því er ályktun höfundar að þörf sé á lagabreytingu hvað varðar þessar tilteknu þvingunarráðstafanir lögreglu og annarra stjórnvalda með tilliti til friðhelgi einkalífs, meðalhófs og réttaröryggis almennings. Search and seizure of electronic data The primary purpose of this thesis is to study laws and procedures that apply to the search and seizure of electronic data and discuss whether new or clearer rules about such coercive measures are needed in light of rapid technological advancements in recent years. To address these issues, it is discussed how coercive measures are implemented in Iceland and then compared to Norway. The concept of the seizure and search of electronic data is discussed within a historical context. Relevant ...