Erfingjarnir : skylduarfur og ráðstöfunarréttur arfleifanda

Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvernig reglum um skylduerfðir er háttað samkvæmt erfðalögum nr. 8/1962 og með hvaða hætti arfleifandi getur ráðstafað eignum með erfðagjörningum án þess að brjóta gegn rétti skylduerfingja. Þá var einnig leitast við að skýra skáskiptareglu 104. gr. hjúskaparlaga n...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karen Rúnarsdóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19260
Description
Summary:Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvernig reglum um skylduerfðir er háttað samkvæmt erfðalögum nr. 8/1962 og með hvaða hætti arfleifandi getur ráðstafað eignum með erfðagjörningum án þess að brjóta gegn rétti skylduerfingja. Þá var einnig leitast við að skýra skáskiptareglu 104. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Ritgerðin hefst á inngangskafla þar sem rannsóknarefni er kynnt. Í öðrum kafla er farið yfir sögulegt yfirlit erfðareglna auk þess sem grein er gerð fyrir tilgangi og markmiði erfðareglna. Í þriðja kafla eru reglur um lögerfðir kynntar sem og farið er yfir helstu reglur er varða fjármálaskipan hjóna samkvæmt hjúskaparlögum. Í fjórða kafla er farið yfir með hvaða hætti arfleifandi getur ráðstafað eignum með erfðagerningum. Í fimmta kafla er fjallað um brottfall arfs hér á landi auk þess sem horft er ti löggjafar á Norðurlöndunum. Í sjötta kafla er farið yfir helstu reglur erfðalöggjafar Norðurlandanna með sérstaka áherslu á reglur um lögerfingja og ráðstöfunarrétt arfleifanda. Í sjöunda kafla er fjallað um skáskiptareglu 104. gr. hjúskaparlaga auk þess sem farið verður yfir skáskiptareglur Norðurlandanna. Í áttunda kafla er farið yfir tvær mögulegar túlkunarleiðir 3. mgr. 104. gr. hjúskaparlaga þar sem leitast verður við að skýra 3. mgr. 104. gr. hjúskaparlaga með hliðsjón af reglu um óréttmæta auðgun og eðli máls. Að lokum eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar teknar saman. Við vinnslu ritgerðarinnar var helst stuðst við sett lög, lögskýringargögn, dómaframkvæmd Hæstaréttar og fræðiskrif. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að skylduerfingjar njóta töluverðrar réttarverndar hér á landi. Arfleifanda er sniðinn þröngur stakkur hvað varðar ráðstöfunarrétt með erfðagerningum og geta skylduerfingjar vefengt slíka gerningum sé gengið á erfðarétt þeirra. Arfleifandi hefur þó mikið svigrúm til þess að ráðstafa eignum í lifanda lífi og eru þær ráðstafanir að jafnaði bindandi fyrir erfingja. The aim of this thesis is to analyze legal inheritance in Iceland and what options a testator has to dispose of ...