Umboðsmennska í knattspyrnu

Í knattspyrnuheiminum eru fáir aðilar eins áhrifaríkir og umdeildir og umboðsmenn leikmanna. Störf umboðsmanns knattspyrnumanna eru margvísleg en snúa þó mest að fjárhagslegum atriðum sem gerir starf umboðsmanns ákaflega vandmeðfarið. Markmið þessarar ritgerðar er þríþætt. Í fyrsta lagi að skoða þær...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Halldór Smári Sigurðsson 1988-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19223
Description
Summary:Í knattspyrnuheiminum eru fáir aðilar eins áhrifaríkir og umdeildir og umboðsmenn leikmanna. Störf umboðsmanns knattspyrnumanna eru margvísleg en snúa þó mest að fjárhagslegum atriðum sem gerir starf umboðsmanns ákaflega vandmeðfarið. Markmið þessarar ritgerðar er þríþætt. Í fyrsta lagi að skoða þær reglur sem KSÍ hefur sett um umboðsmenn knattspyrnumanna og bera þær saman við almennar reglur samningaréttar um umboð annars vegar og reglur FIFA um umboðsmenn knattspyrnumanna hins vegar, en við reglusetningu ber KSÍ að gæta samræmis við reglur FIFA. Í öðru lagi að varpa ljósi á aðkomu umboðsmanna í knattspyrnu á Íslandi, aðra aðstoð sem leikmenn hér á landi fá við samningagerð og skoðun leikmanna á umboðsmönnum og störfum þeirra. Er það gert með spurningakönnun sem allir samningsbundnir leikmenn í efstu deild karla í knattspyrnu voru beðnir um að svara. Í þriðja lagi er leitast við að tengja niðurstöður könnunarinnar við þær gagnrýnisraddir og vandamál sem upp hafa komið varðandi umboðsmenn og störf þeirra, auk þess sem vangaveltur höfundar og tillögur að úrbótum á þessu sviði eru lagðar fram. Í ljós kom að nokkuð er um frávik á milli reglna KSÍ um umboðsmenn og almennra reglna um umboð og þá eru reglugerðir KSÍ og FIFA ekki í fullu samræmi. Niðurstöður spurningakönnunarinnar voru áhugaverðar. Má þar helst nefna að samkvæmt niðurstöðunum eru fleiri leikmenn með samning við umboðsmann heldur en fram kemur í skrám KSÍ og leikmenn fá mun meiri aðstoð frá körlum en konum við samningagerð. Sú gagnrýni sem umboðsmenn hafa setið undir snýr helst að óþarflega háum greiðslum, tíðum hagsmunaárekstrum, samskiptum þeirra við unga leikmenn og fjölda einstaklinga sem sinna starfinu án leyfis. There are few people as influential and controversial as players’ agents in the world of football. Their tasks are various, but mostly concern financial matters, which makes agents’ activities very delicate. The objective of this thesis is threefold. First, the examination of the rules laid down by the Football Association of Iceland on ...