Leikskólar Akureyrarbæjar 1971-1991, uppbygging, saga og stjórnun

Verk þetta byggir á rannsókn á gögnum sem hafa að geyma sögu leikskóla Akureyrarbæjar frá árinu 1971 til 1991. Heimilda var aflað í skjalasöfnum, úr fundargerðum og tekin voru viðtöl við leikskólastjóra sem störfuðu við leikskóla á Akureyri á þessu tímabili. Í ritgerð þessari er augum beint að hlutv...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sesselja Sigurðardóttir 1962-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19141
Description
Summary:Verk þetta byggir á rannsókn á gögnum sem hafa að geyma sögu leikskóla Akureyrarbæjar frá árinu 1971 til 1991. Heimilda var aflað í skjalasöfnum, úr fundargerðum og tekin voru viðtöl við leikskólastjóra sem störfuðu við leikskóla á Akureyri á þessu tímabili. Í ritgerð þessari er augum beint að hlutverki stjórnanda leikskóla og þeim breytingum sem urðu á stjórnunarstarfinu á áðurnefndu tímabili. Sjónum er beint að uppbyggingu leikskóla og dregin upp mynd af óskum foreldra þar að lútandi, fjallað um yfirstjórn leikskólamála á Akureyri og ýmsa þætti sem höfðu áhrif á leikskóla og störf stjórnenda svo sem starfsreglur leikskóla, starfslýsingar stjórnenda, innritun barna og ráðgjafaþjónustu. Tekin voru viðtöl við starfandi stjórnendur í leikskólum þessa tímabils þar sem áhersla var lögð á að skoða hlutverk stjórnandans og hvernig það breyttist á tímabilinu sem um ræðir. Í viðtölunum voru stjórnendurnir meðal annars spurðir um menntun sína, starfsskyldur, stuðning í starfi, aðferðir við starfsmannastjórnun og helstu baráttumál. Rannsókn og gagnaöflun fór fram á árunum 2011 og 2012, greining gagna og niðurstöður voru unnar á árunum 2013 og 2014. Helstu niðurstöður eru þær að miklar breytingar urðu á starfi og hlutverki stjórnenda á þessum árum ásamt því að byggt var upp stuðningsnet við leikskólana sem var formfest við tilurð dagvistardeildar Akureyrarbæjar. Stjórnendurnir höfðu lítið sem ekkert kynnt sér stjórnunarfræði meðal annars vegna þess að nám þeirra miðaði alfarið að því að mennta kennara til kennslustarfa með börnum. Þeir upplifðu meðbyr í samfélaginu þrátt fyrir að fyrstu viðbrögð við stofnun Pálmholts, sem var fyrsti leikskólinn sem bauð upp á heilsdagsþjónustu, hafi verið vantrú á að eftirspurn væri eftir slíkri þjónustu á Akureyri. Stjórnendur upplifðu stuðning frá foreldrum og yfirstjórn bæjarins en mótbyr kom hins vegar frá starfsfólki sem, í nokkrum tilvikum, var ekki tilbúið að gera þær breytingar á innra starfi leikskólanna sem leikskólakennarar töldu mikilvægar.