Kennsluhættir í samfélagsgreinum á unglingastigi : einstaklingsmiðað nám

Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir rannsókn sem unnin var vorið 2014. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka hvernig samfélagsgreinakennslu á unglingastigi er háttað og skoða hvernig þeir kennsluhættir samræmast stefnu Reykjavíkurborgar um einstaklingsmiðað nám. Rannsóknin er tilviksrannsókn þar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elín Árnadóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18901
Description
Summary:Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir rannsókn sem unnin var vorið 2014. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka hvernig samfélagsgreinakennslu á unglingastigi er háttað og skoða hvernig þeir kennsluhættir samræmast stefnu Reykjavíkurborgar um einstaklingsmiðað nám. Rannsóknin er tilviksrannsókn þar sem fá tilvik eru skoðuð. Öflun gagna fór fram með einstaklingsviðtölum. Viðtölin voru tekin við fjóra samfélagsgreinakennara í tveimur skólum í Reykjavík og þeir meðal annars spurðir út í kennsluaðferðir, undirbúning, námsefni og ólíkar þarfir nemenda. Kennararnir hafa mismikla starfsreynslu. Niðurstöður sýna að hjálpargögn í kennslu og námsmat er mjög fjölbreytt til þess að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Hinsvegar er lítið um samþættingu námsgreina og gerð einstaklingsáætlana er ekki algeng í samfélagsgreinakennslu eins og lögð er áhersla á í stefnu Reykjavíkurborgar um einstaklingsmiðað nám. Rannsóknin er hugsuð til þess að nýtast kennurum í þróun náms-og kennsluhátta frá bekkjarmiðaðri kennslu í átt að einstaklingsmiðuðu námi.