Hvað get ég sagt?

Eftirfarandi heimildarsamantekt er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur þessarar ritgerðar er að fjalla um hvernig hjúkrunarfræðingar takast á við samskipti við aðstandendur í erfiðum tilfellum og hvort að þessi samskipti lærast með tímanum eða hvort þau s...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Matthea Kristjánsdóttir 1982-, Soffía Rúna Lúðvíksdóttir 1983-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18836
Description
Summary:Eftirfarandi heimildarsamantekt er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur þessarar ritgerðar er að fjalla um hvernig hjúkrunarfræðingar takast á við samskipti við aðstandendur í erfiðum tilfellum og hvort að þessi samskipti lærast með tímanum eða hvort þau séu alltaf jafn erfið. Þarfir aðstandenda eru fjölþættar og aldrei er hægt að mæta þeim öllum, aftur á móti er hægt að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga á því hvað er gagnlegt og hvað þeir ættu að forðast í samskiptum sínum við skjólstæðinga sína og aðstandendur þeirra. Við heimildaleit var notast við gagnasöfnin Cumulative Index to Nursing and Allied Health Literature (CINAHL/EBSCO Host), Pub Med, leitarvél Google Scholar, bækur og aðrar greinar sem höfundar fundu við lestur tímarita og rannsókna. Leitast var við að nota heimildir birtar á árunum 1998-2014. Höfundar ræddu einnig við fjóra hjúkrunarfræðinga með mismikla starfsreynslu af því að vinna innan bráðasviðs um upplifanir þeirra af samskiptum við aðstandendur í erfiðum aðstæðum og vildu höfundar með því dýpka skilning sinn á þessu viðfangsefni og fá betri innsýn í þennan málaflokk hérlendis. Við heimildaleit og lestur á rannsóknum sem gerðar hafa verið um viðfangsefnið komu í ljós vísbendingar um að mikilvægt sé að efla betur kennslu, fræðslu og undirbúning hjúkrunarnema og hjúkrunarfræðinga til þess að takast á við og sinna aðstandendum við erfiðar aðstæður svo draga megi úr hugsanlegum neikvæðum viðhorfum, hræðslu hjúkrunarfræðinganna gagnvart þessum aðstæðum og einnig til þess að reyna að draga úr neikvæðum tilfinningum og minnka þannig líkurnar á því að heilbrigðisstarfsfólk brenni út tilfinningalega í starfi. Helstu leitarorð voru: samskipti, hjúkrun, aðstandendur, bráðadeild, dauði, streita, hjúkrunarfræðinemar, verklegt nám. Abstract The following thesis is a final essay in the Bachelor of Science program in nursing at the University of Akureyri. The purpose of this essay is to discuss how communication between nurses and relatives of patients is handled ...