Post-settlement landscape change in the Mosfell Valley, SW Iceland: A multible profile approach

Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hnignun birkiskóga í Mosfellsdal frá landnámi (870 e.Kr.) og fram til ársins 1500 e.Kr., en birki var og er eina innlenda tréið sem myndar skóga. Skoðað var hvaða áhrif landnám manna hafði á hnignun skógarins og hvernig aðrar breytur spiluðu inn í. Til að vinn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja Bjargey Pétursdóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18576
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hnignun birkiskóga í Mosfellsdal frá landnámi (870 e.Kr.) og fram til ársins 1500 e.Kr., en birki var og er eina innlenda tréið sem myndar skóga. Skoðað var hvaða áhrif landnám manna hafði á hnignun skógarins og hvernig aðrar breytur spiluðu inn í. Til að vinna verkefnið voru teknir níu jarðvegskjarnar frá láglendi til hálendis í Mosfellsdal. Jarðvegskjarnarnir níu voru teknir í skurðum eða holum sem voru grafnar í mýrum. Þrjú öskulög eru notuð til tímatals, Katla N, svokallað landnámslag sem er aska frá tveimur eldfjöllum sem hefur verið aldursgreint til 871 e.Kr. og Kötlulag frá um 1500 e.Kr. Frjósýni voru unnin og skoðuð úr jarðvegskjörnunum til að meta útbreiðslu skógarins í tíma og rúmi. Jarðvegskjarnarnir voru segulviðtaksmældir til að meta jarðvegsrof umhverfis sýnatökustaðina. Einnig voru litabreytingar og trefjabreytingar skoðaðar á milli seteininga í jarðvegskjörnunum. Gögnin voru sett í landfræðileg upplýsingakerfi þar sem teiknað var upp myndrænt hvernig skógur hefur þróast og hnignað í Mosfellsdal á rannsóknartímabilinu. Niðurstöður sýndu að árleg ákoma birkifrjóa minnkaði um u.þ.b. 67% á milli frjósýna frá því fyrir landnám og síðan eftir landnám fram til 1500 e.Kr. Mikil hnignun hefur átt sér stað stuttu eftir landnám en frjósýni frá því stuttu eftir landnám, 900-950 e.Kr., inniheldur um 68% færri frjó en greind frjósýni fyrir landnám. Skógur hefur hörfað hratt nærri bæjum. Á hálendi Mosfellsdals hefur skógurinn lifað lengur en um 1500 e.Kr., þegar Litla Ísöld er talin hafa hafist, hefur skógur að öllum líkindum verið að mestu horfinn af svæðinu. This study examines the development of woodland in Mosfell Valley (Mosfellsdalur) in the southwest of Iceland around and after the Norse colonisation in ca. AD 870. Palynology is used on a total of 9 peat samples distributed over an altitudinal transect stretching from the shore (10 m a.s.l.) to the interior hinterland (max 259 m a.s.l.), thus covering the inhabited and farmed lowland and the upland pastures. This ...