Meðgöngusykursýki : upplifun kvenna af fræðslu og eftirfylgni

Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna þörf á fræðslu og eftirfylgni fyrir konur sem greinast með meðgöngusykursýki (MGS). Í rannsókninni verður leitast við að svara spurningunni: Hver er upplif...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Gréta María Birgisdóttir 1987-, Anna María Guðjónsdóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18126
Description
Summary:Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna þörf á fræðslu og eftirfylgni fyrir konur sem greinast með meðgöngusykursýki (MGS). Í rannsókninni verður leitast við að svara spurningunni: Hver er upplifun kvenna, sem greinst hafa með meðgöngusykursýki, af fræðslu og eftirfylgni? Markmið rannsóknarinnar er að niðurstöður hennar auki þekkingu á þörfum þessara kvenna hvað varðar fræðslu og eftirfylgni. Rannsóknaraðferðin verður eigindleg, nánar tiltekið Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði. Úrtakið mun samanstanda af 10 konum á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með MGS um allt land á ákveðnu tímabili. Gagnasöfnun mun fara fram með viðtölum þar sem notaður verður hálf-staðlaður spurningarammi. MGS er vaxandi vandamál um allan heim. Sjúkdómurinn er í flestum tilfellum einkennalaus og eru ýmsir áhættuþættir sem auka líkur á að konur þrói með sér MGS. Þrátt fyrir það getur allt að helmingur kvenna sem greinist verið án allra áhættuþátta. Töluvert misræmi er til staðar á heimsvísu hvað varðar skimun, greiningu, meðferð, fræðslu og eftirfylgni sem mikilvægt er að útrýma. Það er von höfunda að niðurstöður fyrirhugaðrar rannsóknar auki þekkingu á þörfum kvenna sem greinst hafa með MGS fyrir fræðslu og eftirfylgni. Vonast er eftir að niðurstöðurnar hafi einnig jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið, þar sem með aukinni þekkingu á þörfum kvennanna væri hægt að stuðla að samræmi í fræðslu og eftirfylgni og efla þjálfun heilbrigðisstarfsfólks í þjónustu við þessar konur. Ef vel er staðið að þessum málum má áætla að meðferðarheldni kvennanna verði betri, og að minnka megi þá óvissu sem konurnar kunna að upplifa. Lykilhugtök: Meðgöngusykursýki (MGS), áhættuþættir, fylgikvillar, fræðsla, eftirfylgni. This research proposal is the final project in obtaining a Bachelor's degree in Nursing at the University of Akureyri. The purpose of this paper is to answer the research question: What is the experience of women diagnosed with ...