Markaðsgreining ferðaþjónustu á Suður-Grænlandi. Tækifæri og ógnanir við inngöngu á markað

Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein um heim allan. Á síðustu árum og áratugum hefur greinin tekið töluverðum breytingum þar sem nýjar og breyttar væntingar ferðamanna kalla á breytta ferðamennsku. Það er af sem áður var að frí væri bara tvær vikur með tærnar upp í loft á sólarströnd. Nú á dögu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Magnús Haukur Ásgeirsson 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18055
Description
Summary:Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein um heim allan. Á síðustu árum og áratugum hefur greinin tekið töluverðum breytingum þar sem nýjar og breyttar væntingar ferðamanna kalla á breytta ferðamennsku. Það er af sem áður var að frí væri bara tvær vikur með tærnar upp í loft á sólarströnd. Nú á dögum vilja ferðamenn í auknum mæli nýja upplifun, hvað varðar menningu, náttúru og áskoranir. Þá er mikið horft til dreifbýlli svæða til að svara þessum nýju þörfum ferðamanna því að aðstæður og menning heimamanna í dreifbýli er töluvert önnur en í borgum og stærri bæjum. Þetta verkefni er byggt á fyrirliggjandi gögnum og er markmiðið að skýra út og kortleggja þá þætti sem fyrirtæki í ferðaþjónustu ættu að hafa í huga við inngöngu á markað á Suður-Grænlandi. Grænland verður greint með aðstoð PESTEL umhverfisgreiningar og TASK greiningaraðferð beitt á viðskiptaumhverfi suðurhluta landsins. Niðurstöður greininganna eru þær að samkeppni er mikil á svæðinu en samkeppnisaðilar eru einsleitir, stefna þeirra óskýr og hafa þeir látið óskir ferðamanna um nýsköpun og þróun afskiptalausar. Hagnaður í greininni hefur farið minnkandi og ferðamönnum fækkað á svæðinu, þó svo að tekjur hafi aukist á síðustu árum. Þrátt fyrir tölulegar aðstæður á markaðnum benda lýðfræðilegar þættir sterklega til þess að rými sé fyrir nýja aðila, með nýja hugsun inn á þennan markað. Aðila sem horfa til samstarfs við heimamenn, efla samvinnugrundvöll fyrirtækja á svæðinu og fjárfesta í innviðum samfélagsins. The tourism industry has been growing rapidly throughout the world in the last years and decades. In which time there have been noticeable changes in the industry to comply with changing demands from tourists. An increasing demand for new experience when it comes to organising their holidays for example in regards to nature, culture and challenges, instead of a holiday to a beach resort. To comply with this changing demand more focus has been put on urban areas for tourism, mainly because those areas often provide the landscape and nature that is ...