Fyrirtækjakostanir á Íslandi

Kostanir eru markaðsafl sem fyrirtæki nota til þess að koma vöru eða þjónustu sinni á framfæri til viðskiptavina. Iðulega notað til þess að kynna vörur eða þjónustu og/eða fyrir fyrirtæki til þess að mynda hugrenningartengsl hjá núverandi eða verðandi viðskiptavinum. Rannsóknarverkefni þetta fjallar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hlynur Hauksson 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17945
Description
Summary:Kostanir eru markaðsafl sem fyrirtæki nota til þess að koma vöru eða þjónustu sinni á framfæri til viðskiptavina. Iðulega notað til þess að kynna vörur eða þjónustu og/eða fyrir fyrirtæki til þess að mynda hugrenningartengsl hjá núverandi eða verðandi viðskiptavinum. Rannsóknarverkefni þetta fjallar um fyrirtækjakostanir á Íslandi og hversu mikið þær eru notaðar á þessu landi. Fjallað er um hugtakið ásamt ávinningum sem kostanir hafa í för með sér og gert grein fyrir kostun sem hluta af kynningarráðunum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna í hversu miklum mæli íslensk fyrirtæki notast við kostanir, ef þau gera það var spurt hvers vegna þau gera það. Þau fyrirtæki sem ekki kosta voru spurð afhverju þau kosta ekki. Einnig var horft til þess hvers konar málefni fyrirtæki væru að kosta, hvort gerðar væru einhvers konar mælingar á ávinningum kostana og hvaða ávinning fyrirtæki væru að leitast eftir. Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem tölvupóstföng fyrirtækja var safnað saman með hjálp Creditinfo og Frjálsrar Verslunar og sent út á samtals 1001 fyrirtæki en samtals svöruðu 260 fyrirtæki. Eitt eigindlegt viðtal var framkvæmt við Stefán Gunnarsson framkvæmdarstjóra Vert auglýsingastofu. Stefán hefur sérhæft sig í kostunum og vörumerkjastjórnun en hann hefur komið að mörgum kostunum og er vel að sér í stöðu þeirra á Íslandi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að rúmlega helmingur fyrirtækja kosta ekki neina viðburði. Íþróttir og mannúðamál voru helstu málefnin sem kostuð eru sem er í takt við það sem þekkist erlendis. Örfá fyrirtæki af þeim sem kosta mæla kostunaraðgerðir sínar. Þau fyrirtæki sem stunda kostanir vilja bæta ímynd en flest fyrirtæki sem ekki kosta gera það ekki vegna þeim finnst það ekki viðeigandi fyrir fyrirtækið. Corporate sponsorship is a form of marketing force, which companies use to promote their products or services for their customers. Sponsorship is commonly used to promote products or services or even to create brand associations with current or future customers. Main object of ...