Ankylosing spondylitis in Iceland. Clinical studies with reference to epidemiology, heritability and the connection with inflammatory bowel disease

Hryggikt er bólgusjúkdómur sem leggst á ungt fólk. Höfuðeinkenni sjúkdómsins eru langvinnir verkir og stirðleiki í þjóhnöppum og mjóbaki. Í upphafi myndast bólga í spjaldliðum ásamt smáliðum hryggjar og þar sem liðbönd og liðpokar festast við hryggjarliðboli. Sjúkdómurinn getur þróast upp alla hrygg...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Árni Jón Geirsson 1952-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17620
Description
Summary:Hryggikt er bólgusjúkdómur sem leggst á ungt fólk. Höfuðeinkenni sjúkdómsins eru langvinnir verkir og stirðleiki í þjóhnöppum og mjóbaki. Í upphafi myndast bólga í spjaldliðum ásamt smáliðum hryggjar og þar sem liðbönd og liðpokar festast við hryggjarliðboli. Sjúkdómurinn getur þróast upp alla hryggjarsúluna. Beinnýmyndun í miðlægum liðum og í liðböndum hryggjarins, samfara vaxandi hreyfiskerðingu, er dæmigert fyrir framvindu sjúkdómsins. Liðbólgur, bólgur í hælsinafestum, lithimnubólga og blöðruhálskirtilsbólga, eru algeng utan-hryggjar einkenni eða fylgieinkenni þessa sjúkdóms. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa og skilgreina hryggikt á Íslandi, kanna erfðaþætti þessa sjúkdóms og skyldleika hans við þarmabólgusjúkdóma. Gerð var kerfisbundin leit að sjúklingum með hryggikt í sjúkraskrárkerfum LSH og FSA. Einnig var leitað til sjálfstætt starfandi gigtarlækna á Íslandi um samstarf. Til þátttöku komu 280 sjúklingar með hryggikt. Einnig var leitað eftir þátttöku nákominna ættmenna sjúklinga. Vefjaflokkun m.t.t. HLA-B27 var framkvæmd og ættir raktar með hjálp Íslendingabókar. Ennfremur voru tengsl hryggiktar við þarmabólgusjúkdóma rannsökuð. Niðurstöður hafa verið birtar í fjórum sjálfstæðum vísindagreinum í alþjóðlegum fræðiritum (I-IV). Rannsóknin sýnir að sjúkdómurinn birtist með öðrum hætti hér á landi en í nágrannalöndunum. Algengi sjúkdómsins er lægra og kynjamunur er minni hér, en annars staðar, sjúkdómurinn kemur fram á svipaðan hátt í báðum kynjum. Liðagigt sem sjúkdómseinkenni er algengt. Erfðatengsl eru sterk í marga ættliði, auk þess sem það eru sterk erfðatengsl á milli hryggiktar og þarmabólgusjúkdóma. Margar af þeim niðurstöðum sem hér verða birtar eru grunnur að nýrri þekkingu á fræðasviðinu. Lykilorð: Hryggikt, birtingarmynd, algengi, ættlægni, þarmabólgusjúkdómar Ankylosing spondylitis (AS) is a chronic inflammatory disease. It is characterized by low back and buttock pain, with morning stiffness of insidious onset, usually beginning in early adulthood. This disease can cause progressive ...