Börn og hreyfing

Verkefnið er lokað Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.- prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2008. Lokaverkefnið skiptist í tvo hluta og er fyrri hluti þess fræðileg umfjöllun um hreyfiþroska barna, ásamt þáttum sem byggja á honum. Seinni hlutinn fjallar um nokkrar litlar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hafdís Guðlaug Skúladóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1761
Description
Summary:Verkefnið er lokað Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.- prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2008. Lokaverkefnið skiptist í tvo hluta og er fyrri hluti þess fræðileg umfjöllun um hreyfiþroska barna, ásamt þáttum sem byggja á honum. Seinni hlutinn fjallar um nokkrar litlar kannanir sem gerðar voru um viðhorf nokkurra aðila til þess hvort orðið hefðu breytingar á hreyfingu barna í áranna rás. Í þessum könnunum tóku þátt ýmsir fagaðilar; leikskóla- og íþróttakennarar, sjúkra- og þroskaþjálfi, ásamt foreldum 5 ára barna. Að síðustu voru einstaklingar fæddir á árunum 1975 og 1985 beðnir um að segja frá sinni hreyfingu í æsku. Einnig sögðu foreldrar barna fæddra 1995 og 2002 frá hreyfingu þeirra. Rannsóknin var eigindleg og var notaður spurningalisti sem leikskólakennarar, íþróttakennari, sjúkra- og þroskaþjálfarar svöruðu og meginniðurstaða þessara fagaðila reyndist sambærileg, þ.e. að það hafi orðið neikvæð breyting á hreyfingu barna. Spurningar voru sendar foreldrum 5 ára barna bréfleiðis og reyndust niðurstöðurnar mjög svipaðar hjá flestum foreldranna um að neikvæðar breytingar hafi orðið á hreyfingu barna. Einstaklingarnir sem fæddir eru 1975 og 1985 voru spurðir um hreyfingu þeirra frá því á yngri árum og foreldrar þeirra einstaklinga sem fæddir eru 1995 og 2002 voru spurðir um hvernig barna þeirra væri háttað. Það kemur fram hjá þessum einstaklingum að viss breyting hefur átt sér stað á hreyfingu 5 ára barna hérna á Sauðárkróki. Rannsakandi telur þurfa að efla til muna alla hreyfingu barna í þeirra nánasta umhverfi og þurfa foreldrar, leikskólakennarar og aðrir þeir sem annast börn að leggja sitt af mörkum og stuðla að aukinni hreyfingu barna. Börn sem hafa verið dugleg að hreyfa sig frá unga aldri til unglingsára og lengur hafa flest gott sjálfstraust sem fleytir þeim í gegnum lífið, einnig getur hreyfing haft fyrirbyggjandi áhrif gegn ýmsum sjúkdómum á fullorðinsárum.