Samþætting heimaþjónustu. Þjónusta við aldraða

Með samþættingu félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar er reynt að auka samlegðaráhrif til þess að unnt sé að draga úr stofnanaþjónustu fyrir aldraða hér á landi. Áhrif samþættingarinnar getur bætt þjónustu og aukið öryggi fyrir hina öldruðu. Markmið þessarar ritgerðar er að leita svara við þv...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Íris Þóra Júlíusdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17600
Description
Summary:Með samþættingu félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar er reynt að auka samlegðaráhrif til þess að unnt sé að draga úr stofnanaþjónustu fyrir aldraða hér á landi. Áhrif samþættingarinnar getur bætt þjónustu og aukið öryggi fyrir hina öldruðu. Markmið þessarar ritgerðar er að leita svara við því hverjir séu kostir þess að félagsleg heimaþjónusta og heimahjúkrun sameinist undir einn hatt. Skoðaðar voru skýrslur um reynslusveitarfélögin Akureyri og Hornafjörð um það hvernig samþættingarverkefnin gengu í sveitarfélögunum. Jafnframt var kannað hvernig samþætting heimaþjónustu gekk í Reykjavík. Þessi sveitarfélög voru borin saman til þess að fá svar við þessari spurningu. Niðurstöður gefa til kynna að aldraðir geti búið lengur heima hjá sér með aðstoð samþættrar heimaþjónustu. Með því að gera öldruðum kleift að búa lengur í heimahúsi hefur dregið úr stofnanaþjónustu hér á landi. Kostir við samþættingu félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar eru þeir að það auðveldar faglega yfirsýn, stuðlar að hagkvæmni, gefur öldruðum heildstæðari þjónustu og eykur vellíðan þeirra. Vísbendingar gefa jafnframt til kynna að öldruðum sé veitt fjölbreyttari þjónustu fyrir sama eða minna fjármagn.