Aftur í nám : viðhorf fullorðinna námsmanna til náms hjá þekkingarsetrinu Nýheimum á Höfn í Hornafirði

Samstarf stjórnenda og fagfólks menntastofnana hefur á undanförnum árum verið í umræðu innan faglegra lærdómssamfélaga. Í litlum samfélögum er mikilvægt að mannauður innan þess geti nýst fleiri stofnunum til góðs. Frumkvöðlastarf, rannsóknir, menntun og menning innan þekkingarseturs getur haft þau á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir 1957-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17451
Description
Summary:Samstarf stjórnenda og fagfólks menntastofnana hefur á undanförnum árum verið í umræðu innan faglegra lærdómssamfélaga. Í litlum samfélögum er mikilvægt að mannauður innan þess geti nýst fleiri stofnunum til góðs. Frumkvöðlastarf, rannsóknir, menntun og menning innan þekkingarseturs getur haft þau áhrif hvert á annað að þar verði til lærdómsmenning sem hvetur til náms. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna upplifun fullorðinna nemenda sem stundað hafa nám eða nýtt sér aðstöðu til náms hjá menntastofnunum þekkingarsetursins Nýheima á Höfn í Hornafirði. Þær stofnanir sem koma að samstarfinu og rannsóknin beindist að eru Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu, Þekkingarnet Austurlands (nú Austurbrú) og Háskólinn á Akureyri. Rannsókninni er ætlað að komast að því hvaða skoðanir þátttakendur hafa á framboði til náms, náms- og starfsráðgjafar, samstarfi menntastofnananna og hverjar hugmyndir þeirra eru um hvað mætti betur fara í skipulagi námsins til þess að fullorðnir nemendur, sem hættu námi eftir grunnskóla, hefji aftur nám. Má gera betur til að hjálpa fullorðnum nemendum sem vilja ljúka formlegri menntun? Getur samstarf stofnana stuðlað að því að nemendur ljúki námi? Rannsóknin leiddi í ljós að allir þátttakendur töldu að nám og aðstaða til náms, sem skipulagt hafði verið í heimabyggð, skipti sköpum. Annars vegar um að þeir hófu nám aftur og hins vegar að geta nýtt sér aðstöðu innan þekkingarsetursins til þess að vinna að og ljúka námi. Ráðgjöf og hvatning hafði einnig mikil áhrif á það að nemendur héldu áfram og luku námi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa stjórnendum námsins vísbendingar um hvernig þeir geti veitt nemendum sínum betri þjónustu og ráðgjöf. Rannsóknin byggir á eigindlegu rannsóknarsniði og gagnaöflun hófst á vorönn 2013. Rætt var við átta nemendur sem voru í námi, höfðu lokið námi, hætt því eða nýtt sér húsakynni hjá menntstofnunum Nýheima. Af niðurstöðum rannsóknarinnar er hægt að draga þá ályktun að samstarf menntastofnana sem koma að skipulagi náms hjá Nýheimum hafi heppnast. Cooperation of ...