Vatnaflygill

Verkefni þetta fellst í því að hanna Vatnaflygill, leiktæki sem gerir mönnum kleift að fljúga yfir vatnsyfirborði með búnaði knúnum af vatnsstreymi. Notandi ber búnað á bakinu sem tengdur er með slöngu við dælu á vatnsyfirborðinu. Með inngjöf á dælu er vatnsflæðinu í búnaðinn stýrt og þ.a.l. flughæð...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Baldur Arnar Halldórsson 1985-, Jón Trausti Guðmundsson 1983-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17374
Description
Summary:Verkefni þetta fellst í því að hanna Vatnaflygill, leiktæki sem gerir mönnum kleift að fljúga yfir vatnsyfirborði með búnaði knúnum af vatnsstreymi. Notandi ber búnað á bakinu sem tengdur er með slöngu við dælu á vatnsyfirborðinu. Með inngjöf á dælu er vatnsflæðinu í búnaðinn stýrt og þ.a.l. flughæð notandans. Notandi stýrir svo flugstefnu með því að stýra stefnu útstreymisins með haldföngum og með því að halla líkama sínum. Markmið þessa verkefnis er að fá innsýn í virkni slíks búnaðar og reyna að hanna og smíða slíkan búnað fyrir lægri upphæð en söluverð hans er á almennum markaði. Við alla hönnun voru íhlutir valdir með það að markmiði að lágmarka kostnað, auðvelda smíði, hámarka endingu og öryggi notanda, leitast var við að hafa búnaðinn léttan, í vökvakerfi var leitast við að lágmarka töp og var sú samsetning valin sem féll best að þessum kröfum. Búnaður var smíðaður og prófaður og stóðst hann allar væntingar og kröfur hönnuða. Kostnaður við efniskaup stóðst áætlun, flugeiginleikar voru góðir og mesta mælda flughæð var u.þ.b. 4 metrar. Háskólinn í Reykjavík