Réttarreglur um kröfuábyrgðir og ógilding kröfuábyrgða

Tilgangur ritgerðarinnar er að veita yfirlit yfir réttarreglur um kröfuábyrgðir, og reglur og skilyrði fyrir ógildingu þeirra. Í ritgerðinni er leitast við að svara því hvort reglurnar tryggi ábyrgðarmönnum nægilega vernd. Árið 1998 litu fyrstu reglur um notkun ábyrgða ljós hér á landi, sem voru í f...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Hildur Steingrímsdóttir 1967-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17267
Description
Summary:Tilgangur ritgerðarinnar er að veita yfirlit yfir réttarreglur um kröfuábyrgðir, og reglur og skilyrði fyrir ógildingu þeirra. Í ritgerðinni er leitast við að svara því hvort reglurnar tryggi ábyrgðarmönnum nægilega vernd. Árið 1998 litu fyrstu reglur um notkun ábyrgða ljós hér á landi, sem voru í formi samkomulags um notkun sjálfskuldarábyrgða, sem endurbætt var árið 2001. Dómstólar hafa talið að reglurnar sem samkomulagið hefur að geyma staðfestingu á ríkjandi viðhorfum til þess, hvernig góðri og gegnri fjármálastofnun beri að haga starfsemi sinni, þegar ábyrgð er veitt. Ábyrgðarsamningar hafa ítrekað verið ógiltir af dómstólum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, á grundvelli 36. gr. samningalaga, ef í ljós er leitt að lánastofnun hefur ekki farið eftir ákvæðum samkomulagsins fyrir eða við gerð ábyrgðarsamnings. Við yfirferð dóma og úrskurða kom í ljós að ábyrgð sem einstaklingur tókst á hendur fyrir rekstraraðila var nánast aldrei ógilt. Fjármálastofnunum bar enda ekki skylda til að greiðslumeta rekstraraðila fyrr en við gildistöku laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn, þann 4. apríl 2009. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna er miðað við að lögin taki ekki til þeirra ábyrgðarmanna sem gangast í ábyrgð fyrir eigin atvinnurekstur, eða þegar lán er tekið í þágu fjárhagslegs ávinnings hans. Í mörgum þeirra mála, þar sem um ábyrgð fyrir rekstraraðila ræddi, var ekki um rekstur ábyrgðarmannsins að ræða, né hafði lánið verið tekið í þágu fjárhagslegs ávinnings hans. Í desember árið 2013 hafði enginn ábyrgðarsamningur verið ógiltur með dómi á grundvelli laga um ábyrgðarmenn. Rules on guarantee and conditions for their invalidations. The thesis is an overview on law and regulations regarding personal guarantee claims, and conditions for their invalidations. The purpose is to seek an answer to the question whether the rules insure the consumers sufficient protection. In the year 1998 the first rules on the use of personal guarantee entered into force in Iceland, in the form of an agreement on the use of ...