Landform og setlög við austanverðan jökulsporð Sólheimajökuls

Sólheimajökull er einn af þekktustu skriðjöklum landsins. Aðallega er það vegna þess hversu margir ferðamenn koma þar við á ferð sinni um landið á ársvísu. Daglega eru farnar skipulagðar ferðir um jökulinn og umhverfi hans. Áhugi á þessu verkefni kviknaði í einni slíkri ferð, sérstakleg...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigmundur Grétar Hermannsson 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17119
Description
Summary:Sólheimajökull er einn af þekktustu skriðjöklum landsins. Aðallega er það vegna þess hversu margir ferðamenn koma þar við á ferð sinni um landið á ársvísu. Daglega eru farnar skipulagðar ferðir um jökulinn og umhverfi hans. Áhugi á þessu verkefni kviknaði í einni slíkri ferð, sérstaklega þar sem lítið er um ferðamenn á rannsóknarsvæðinu sem er austan megin við Jökulhaus. Markmið rannsóknarinnar var að túlka og átta sig á myndun landformanna á svæðinu milli Jökulhauss og Hrossatungna. Í dag er hop mun meira heldur en framskrið sem má rekja til loftlagsbreytinga. Seinustu ár hefur jökullinn hopað mikið og þynnst sem hefur leitt til mikillar setmyndunar á svæðinu. Einnig flæddi yfir svæðið í jökulhlaupinu árið 1999 sem hefur átt sinn þátt í landmótun. Niðurstöður sýna fjölbreytt landslag með nokkrum áberandi landlagsformum sem tengja má við jökulumhverfi. Þetta svæði breytist stöðugt þar sem mikið er um rennandi vatn og dauðís. Sólheimajökull is one of the best known glaciers in Iceland, mainly because of the tourist traffic that goes through the area every year. There are companies that run planned trips onto the glacier and on its forefield. The research area is very interesting because there is not a lot of people in the area and it is pretty intact from human traffic. The objective was to describe and interpret the different landforms on the forefield of the east glacier snout between Jökulhaus and Hrossatungur. Today the ice front is retreating more than it is advancing and that is because of climate chages. The glacier is getting thinner and shorter every year and that leads to sediment deposition on the area. What also had its effect on the area was the jökulhlaup back in 1999. The mapping results show a diverse landscape with some noticeable landforms that are related to glacier environment. The area is constantly changing because of running meltwater and burried dead ice.