Summary: | Markmið þessarar rannsóknar var að kanna aðild fjölskyldna að barnaverndarmálum á Íslandi. Var það gert með því að athuga hversu mikla áherslu barnaverndarstarfsmenn leggja á aðild fjölskyldna að barnaverndarmálum og hvaða fjölskyldumeðlimir komi helst að slíkum málum. Til að leggja mat á þetta var einnig kannað hvernig barnaverndarstarfsmenn skilgreina hugtakið fjölskylda. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegri samanburðarrannsókn sem ber heitið Social Work with Families (SWF): Social Workers‘ constructions of family in professional practice. Aðalmarkmið þeirrar rannsóknar er að öðlast þekkingu á hvernig unnið er með fjölskyldum í barnavernd í ólíkum þjóðfélögum. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt við vinnslu þessarar rannsóknar. Tekin voru þrjú rýnihópaviðtöl og eitt hópviðtal. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að barnaverndarstarfsmenn leggja mikla áherslu á aðild fjölskyldna að barnaverndar-málum. Þegar þess er kostur er ávallt leitað fyrst eftir stuðningi fyrir foreldra og börn í nærumhverfi þeirra. Helstu aðilar, sem koma að barnaverndarmálum að undanskildum foreldrum, eru amma og afi þess barns sem málið snýr að. Þá eiga systkini foreldra og uppkomin systkini barna einnig hlut að málum en sjaldan fjarskyldari ættingjar. Samkvæmt þeim barnaverndarstarfsmönnum sem leitað var til eru skilgreindir innan fjölskyldu þeir sem standa barni næst, tengjast því tilfinningaböndum og veita því stuðning þegar þörf er á. Þeir sem deila heimili með barni teljast yfirleitt til fjölskyldu þess og gildir þá einu hvort um blóðtengsl, stjúptengsl eða tilfinningatengsl er að ræða. Lykilorð: Félagsráðgjöf, barnavernd, fjölskyldur, aðild, tengsl. The aim of this study was to examine the involvement of families in child protection cases in Iceland. This was done by examining how child protection workers emphasize involvement of families in child protection cases and which family members become involved. In assessing this, it was also explored how child protection workers define the concept of family. The study is a part ...
|