Atvinnuleitendur 50+. „Þetta er engan veginn eðlilegt ástand“

Markmið rannsóknarinnar er að skoða stöðu, líðan og virkni langtímaatvinnuleitenda 50 ára og eldri, upplifun þeirra og viðhorf. Markmiðsúrtak var notað og voru þátttakendur á aldrinum 50-64 ára sem höfðu fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og fengu fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg. Notuð var...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hugrún Linda Guðmundsdóttir 1969-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16935
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar er að skoða stöðu, líðan og virkni langtímaatvinnuleitenda 50 ára og eldri, upplifun þeirra og viðhorf. Markmiðsúrtak var notað og voru þátttakendur á aldrinum 50-64 ára sem höfðu fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og fengu fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og viðtöl voru tekin við sex einstaklinga. Viðtalsvísir byggðist á hugmyndafræði velsældar (well being), en sú hugmyndafræði og líkan tengt henni er kynnt sérstaklega í fræðilegum kafla. Niðurstöður sýna að einstaklingar upplifa atvinnumissi og atvinnuleysi á ólíkan hátt. Atvinnumissir er í flestum tilfellum áfall og allir upplifðu miklar breytingar í kjölfarið. Viðbrögð eru mismunandi bæði fyrst í stað og til lengri tíma litið. Sumir viðmælenda upplifðu mikla vanlíðan en aðrir höfðu tekið þá afstöðu að láta atvinnumissinn ekki skilgreina stöðu sína til lengri tíma. Líðan hafði áhrif á virkni viðmælenda og almennt atferli. Þeir sem lýstu líðan sinni hvað verst áttu erfitt með að vera virkir. Allir viðmælendur upplifðu erfiðleika við að komast aftur inn á vinnumarkaðinn, þeir töldu atvinnutækifæri fá og að ástæðurnar mætti fyrst og fremst tengja aldri þeirra. Viðmælendur sáu aðallega fram á tvær leiðir í stöðunni, að vinna sjálfstætt eða gefast upp á atvinnuleit. Niðurstöður sýna fram á nauðsyn þess að greina aðstæður hvers einstaklings og í kjölfarið að þróa meðferðarúrræði, veita félagsráðgjöf eða eftir atvikum aðra þjónustu byggða á grundvelli slíkrar greiningar. Einnig þarf að staldra við niðurstöður um viðhorf vinnumarkaðar til einstaklinga sem eru 50 ára og eldri og vekja athygli á styrkleikum þeirra og reynslu. The aim of this study is to examine the status, health and long-term efficacy of jobseekers aged 50 years and older, their experience and attitude. Purposive sampling was used and participants were aged 50-64, who had fully utilized their right to unemployment benefits and received financial assistance from the city of Reykjavík. It was a qualitative research where interviews ...