Sjálfbær þróun og birtingarmynd í skólastarfi

Verkefnið er lokað til 1.8.2014. Ritgerðin er lokaverkefni til B.Ed. prófs í Kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Eitt af stærstu vandamálunum sem blasa við heimsbyggðinni nú á dögum eru afleiðingar þess að mannfólkið hefur gengið um of á auðlindir Jarðar til að mæta eigin þörfum og neysluvenjum....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ellý Reykjalín Elvarsdóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16595
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 1.8.2014. Ritgerðin er lokaverkefni til B.Ed. prófs í Kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Eitt af stærstu vandamálunum sem blasa við heimsbyggðinni nú á dögum eru afleiðingar þess að mannfólkið hefur gengið um of á auðlindir Jarðar til að mæta eigin þörfum og neysluvenjum. Markmiðið með ritgerðinni er tvíþætt; annars vegar er ljósi varpað á hugmyndir hugtakanna sjálfbær þróun og sjálfbærni jafnt á heimsvísu sem á Íslandi og hins vegar á birtingarmynd téðra hugmynda í skólastarfi, þar sem menntun er talin mikilvægur þáttur í útbreiðslu hugmyndanna. Í því samhengi er áhersla lögð á grunnskóla. Litið er meðal annars til aðalnámskrár grunnskóla, laga um grunnskóla, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Menningarstofnunar sameinuðu þjóðanna og rýnt í gögn frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Gefin er mynd af stefnu íslenskra yfirvalda í málefnum er varða sjálfbæra þróun þar sem tæpt er á því hvað gera þarf í Íslensku samfélagi til að vinna eftir hugmyndum sjálfbærrar þróunar í átt að sjálfbærni. Einnig er í ritgerðinni tekið dæmi um sjálfbærniverkefni sem unnið er að á Íslandi og ferli þess rakið. Hugtakið sjálfbær þróun hefur verið að ryðja sér til rúms um allan heim á undanförnum áratugum og er upphaf þess rakið auk þess að kynntir eru sögulegir áfangar í þeim efnum á íslenskri og erlendri grundu. Kynnt eru helstu verkefni og stofnanir á alþjóðavísu þar sem unnið er eftir hugmyndum sjálfbærrar þróunar. Frá árinu 2011 hefur sjálfbærni verið einn af sex grunnþáttum skólastarfsins í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Greint er frá markmiðum með sjálfbærni að leiðarljósi og hvernig vinna á með hugmyndir því tengdum í skólastarfi. Ljóst er að kennarar þurfa að þekkja inntak hugtaksins til að geta fléttað það inn í skólastarf og geti miðlað þeim hugmyndum til nemenda sinna ef vel á að vera. Vonast er til að kynning sem gerð er hér á hugmyndum hugtaksins sjálfbær þróun almennt og tengingu þess við skólastarf verði til þess að dýpka skilning skólafólks á viðfangsefninu. This thesis is a final ...