Þróun og vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi

Lífskeið lítilla og meðalstórra fyrirtækja er oft erfiðleikum háð og þau rekast á ýmsar hindranir. Í upphafi er aðaláherslan á það að lifa af. Síðan fara þau að vaxa ef þau komast yfir fyrsta stigið, þar sem aðaláherslan á vöxt og einnig það að ná að fjármagna sig. Ef það tekst geta þau haldið áfram...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórhallur Guðmundsson 1967-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16568
Description
Summary:Lífskeið lítilla og meðalstórra fyrirtækja er oft erfiðleikum háð og þau rekast á ýmsar hindranir. Í upphafi er aðaláherslan á það að lifa af. Síðan fara þau að vaxa ef þau komast yfir fyrsta stigið, þar sem aðaláherslan á vöxt og einnig það að ná að fjármagna sig. Ef það tekst geta þau haldið áfram að þroskast en ef ekki er haldið vel á spöðunum, getur þeim hnignað og þau liðið undir lok. Tilgangur þessarar rannsóknar er að afla upplýsingar um þröskulda sem hamla vexti smárra og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi og hvernig hægt sé að yfirstíga þá. Gerð var eigindleg rannsókn á meðal 10 lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Reykjavík og nágrenni. Þátttakendur í könnuninni eru æðstu stjórnendur og eigendur 10 fyrirtækja sem tóku þátt í opnu viðtali sem byggt var á viðtalsramma. Helstu niðurstöður eru þær að rík fjölskyldumenning er í meirihluta fyrirtækjanna sem eru í þessari rannsókn. Þá skipta persónuleg tengsl miklu máli hjá nokkrum þessara fyrirtækja. Í tveimur fyrirtækjanna sem voru ekki að vaxa vantaði betri stjórn og skipulag. Þar var greinilega leiðtogavandi til staðar. Einnig mátti merkja skort á skriflegum ferlum og formlegri skipulagningu hjá öllum þeim fyrirtækum sem ekki voru að vaxa. Það var einnig að sýna sig að markaðssetningu og nýsköpunarvinnu hjá þessum fyrirtækjum var ábótavant en þau sem voru að vaxa höfðu betri ferla og skipulag. Það má segja að það komi frá öllum viðmælendum að það þurfi að lækka opinber gjöld og að fjármagnskostnaður sé alltof hár. Einnig er erfitt fyrir fyrirtækin að standa undir kostnaði við það að fylgja flóknu regluverki og þau hafa ekki tök á því að hafa sérhæft starfsfólk í þeim verkefnum.