Summary: | Aðilar vinnumarkaðarins hafa í vaxandi mæli tekið að sér skipulag og framkvæmd velferðarverkefna sem áður voru á hendi hins opinbera. Þessi rannsókn leitast við að draga upp þróun síðastliðinna fimmtán ára í opinberri stefnumótun og er aðferðarfræði rannsóknarinnar eigindleg þar sem þrjú tilvik eru skoðuð og borin saman. Í rannsókninni eru afleiðingar þessarar þróunar skoðaðar og var rannsóknargagna aflað með greiningu á fyrirliggjandi gögnum og fimmtán viðtölum við lykilviðmælendur. Aðilar almenna vinnumarkaðarins höfðu myndað sér stefnu sem féll að ríkjandi umhverfi í opinberri stjórnsýslu sem einkenndist af aukinni dreifstýringu og útvistun verkefna. Fræðilegar niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna afar veikburða stjórnsýslu á móti sterkri samstöðu aðila vinnumarkaðarins sem höfðu fyrirfram skilgreint fyrirliggjandi vanda og fundið lausn á honum. Greina má af niðurstöðum rannsóknarinnar í öllum málunum að styrking verður á því kerfi sem er til staðar á almennum vinnumarkaði sem leiðir til eflingar á svokallaðri stefnueinokun og eru einkenni hennar sterk stefnuímynd og sterkur stefnuvettvangur aðila almenna vinnumarkaðarins. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þegar verkefni eru færð út fyrir hið opinbera kerfi í hendur aðila vinnumarkaðarins hafi það í för með sér röskun á áhrifajafnægi og tilfærslu á völdum sem veikir íslenskt velferðarkerfi. In Iceland, the social partners increasingly take on the implementation and execution of welfare projects, formerly run by the state. By focusing on the past 15 years of public policy making, through a comparative case study of three strategically selected cases, the thesis discusses the consequences of this development. The thesis builds upon analysis of political documents and interviews with fifteen key informants, from all parts of the political scene. Welfare projects carried out by social partners is not only a matter of decentralization and outsourcing. Faced with a strong cohesion of social partners who has already defined the problem and found ...
|