Kársnesið í vesturbæ Kópavogs : náttúra í þéttbýli

Í þessu verkefni er unnið með Kársnesið í Vesturbæ Kópavogs og lagðar fram hugmyndir um hvernig landfyllingar á Kársnesi gætu verið nýttar í framtíðinni á annan hátt en gert er í dag. Markmið verkefnisins er að leitast við að svara eftirfarandi spurningu: Hvernig er hægt að gera Kársnesið í Kópavogi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sjöfn Ýr Hjartardóttir 1987-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16162
Description
Summary:Í þessu verkefni er unnið með Kársnesið í Vesturbæ Kópavogs og lagðar fram hugmyndir um hvernig landfyllingar á Kársnesi gætu verið nýttar í framtíðinni á annan hátt en gert er í dag. Markmið verkefnisins er að leitast við að svara eftirfarandi spurningu: Hvernig er hægt að gera Kársnesið í Kópavogi að náttúru- og útivistarsvæði í þéttbýli? Til að ná markmiðinu var leitast við að svara þremur spurningum: Hver er sérstaða Kópavogs og hvernig hefur strandlengjan á Kársnesinu þróast í gegnum árin? Hvernig var rammaskipulagið upphaflega og hvaða áhrif hafði það á íbúalýðræði í bænum? Hver er staðan á svæðinu í dag og hvaða möguleikar eru til úrbóta? Fyrst er greint frá hvernig skipulagsmálum svæðisins hefur verið háttað síðastliðin ár sem og núverandi áformum Kópavogsbæjar fyrir Kársnesið. Því næst er fjallað um mótmæli íbúa Kársnessins vegna þeirra áforma og reynt að varpa ljósi á atburðarrásina sem átti sér stað. Heimilda var aflað um svæðið og sögu þess, skipulagsferlið og mótmælin. Einnig voru innlend og erlend dæmi skoðuð um uppbyggingu annarra hafnarsvæða. Athugun var gerð á svæðinu og unnið að greiningum með áherslu á að greina þá þætti sem þykja mikilvægir í tengslum við hönnunartillögu þessarar ritgerðar. Að lokum eru hugmyndir settar fram að framtíðarnýtingu fyrir svæðið sem byggðar eru á niðurstöðum greiningarvinnunnar. Í hönnunartillögunni er gert ráð fyrir að umbreyta svæðinu á landfyllingum á Kársnesi og mynda þar sjálfstæðar eyjar þar sem yrði náttúru- og útivistarperla í þéttbýli. Unnið er að því að takmarka umferð og lagt upp með góðar stígatengingar. Einnig er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á svæðinu sem stuðli þar að auknu menningarlífi en þjóni sömuleiðis íbúum í Vesturbæ Kópavogs. Efnið sem gengur af við gerð eyjanna verður nýtt til landmótunar og gerð verður stór hæð sem verður eitt aðal kennileiti svæðisins auk þess sem hún myndar skjól. Ferskvatn verður einnig á svæðinu sem stuðlar að auknum fjölbreytileika í náttúru- og dýralífi. Allar breytingar sem unnið er að fyrir svæðið hafa að ...