Ísland, Norðurskautsráðið og samvinnuverkefni á norðurslóðum. Aðkoma stjórnsýslu, rannsóknaraðila og hagsmunasamtaka

Á undanförnum árum hafa norðurslóðir fengið síaukið vægi í alþjóðamálum vegna loftslagsbreytinga. Ríki og alþjóðasamtök keppast um að fá aðgang að samtökum sem tengjast norðurslóðum, ekki síst Norðurskautsráðinu, og taka þátt í samvinnuverkefnum á vegum þeirra. Hið sama á við um vísindamenn og fræði...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Huld Blöndal 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16140
Description
Summary:Á undanförnum árum hafa norðurslóðir fengið síaukið vægi í alþjóðamálum vegna loftslagsbreytinga. Ríki og alþjóðasamtök keppast um að fá aðgang að samtökum sem tengjast norðurslóðum, ekki síst Norðurskautsráðinu, og taka þátt í samvinnuverkefnum á vegum þeirra. Hið sama á við um vísindamenn og fræðimenn, enda hafa rannsóknir á norðurslóðum aukist til muna. Það sýnir sig best í starfi vinnuhópa Norðurskautsráðsins þar sem saman koma vísindamenn frá öllum Norðurskautsríkjunum átta ásamt fjölda áheyrnaraðila víðs vegar að úr heiminum. Í ritgerðinni er fjallað um aðild Íslands að samvinnuverkefnum á sviði norðurslóða og sjónum beint að þeim stofnunum og ráðuneytum sem koma að málaflokknum. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku Íslendinga í vinnuhópum Norðurskautsráðsins. Í stefnu Íslands um norðurslóðamál kemur fram að vinna skuli að því að styrkja Norðurskautsráðið og efla samvinnu um málefni norðurslóða innanlands. Með vísan í kenningar í alþjóðastjórnmálum eru í ritgerðinni færð fyrir því rök að ekki hafi tekist að ná þessu markmiði vegna þess að stefnunni hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir inn í ráðuneyti og stofnanir. Niðurstaðan er sú að skilgreina þurfi betur hverjir helstu hagsmunir Íslands séu í norðurslóðamálum og nauðsynlegt er að sett sé fram sérstök stefna um þátttöku Íslendinga í vinnuhópum Norðurskautsráðsins. Hér er um að ræða tilviksrannsókn (e. case study) sem er byggð á 24 viðtölum við sérfræðinga og embættismenn sem vinna að norðurslóðamálum hjá ráðuneytum, opinberum stofnunum og rannsóknastofnunum á Íslandi. Einnig voru tekin fleiri viðtöl við stjórnmálamenn, þar á meðal ráðherra og þingmenn, til að setja aðild Íslands að norðurslóðaverkefnum í pólitískt samhengi. Loks var stuðst við bækur, fræðigreinar, skýrslur stofnana, opinber fundargögn og blaðagreinar um efni sem tengjast rannsókninni með beinum og óbeinum hætti. In the last few years, the Arctic has received much international and geopolitical attention as a result of climate change. States and international organizations compete to gain ...