Skapandi stærðfræði : námskeið fyrir kennara um sköpun og skapandi stærðfræðinám

Í þessari meistararitgerð er sagt frá námskeiði um sköpun og skapandi stærðfræðinám. Námskeið var haldið og rannsakað sem hönnunarrannsókn. Í rannsókninni var leitað svara við spurningum um það hvernig hanna og þróa megi námskeið fyrir kennara um skapandi stærðfræði, hvernig slíkt námskeið geti fari...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ósk Dagsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16066
Description
Summary:Í þessari meistararitgerð er sagt frá námskeiði um sköpun og skapandi stærðfræðinám. Námskeið var haldið og rannsakað sem hönnunarrannsókn. Í rannsókninni var leitað svara við spurningum um það hvernig hanna og þróa megi námskeið fyrir kennara um skapandi stærðfræði, hvernig slíkt námskeið geti farið fram og hvernig það nýtist kennurum til þess að styðja nemendur sína í því að vera skapandi í stærðfræðinámi. Námskeiðið sóttu tuttugu grunnskólakennarar af yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi. Þar var fjallað um rannsóknir og skilgreiningar á sköpun, sköpun í stærðfræði og skapandi stærðfræðinám. Kynntar voru leiðir til þess að ýta undir sköpun í stærðfræðinámi og rætt um leiðsagnarmat sem leið til þess að leggja mat á sköpun í stærðfræðinámi. Kennararnir sem sóttu námskeiðið voru virkir þátttakendur í uppbyggingu þess, ræddu um efnið og leystu verkefni. Rannsóknin á námskeiðinu byggði á fjölbreyttum gögnum. Skoðað var hvernig námskeiðið fór fram og lagt mat á það. Sérstök áhersla var lögð á að skoða hvernig kennurunum fannst námskeiðið nýtast sér í kennslunni. Helstu niðurstöður voru að námskeið um skapandi stærðfræði getur eflt kennara í því að vinna á skapandi hátt í stærðfræðikennslunni hjá sér. Í ljós kom að umræðuhópar studdu við fagmennsku og starfsþróun kennaranna. Á námskeiðinu kom einnig fram að með því að stefna að sköpun í stærðfræðinámi eflast aðrir grunnþættir menntunar eins og læsi, lýðræði og jafnrétti. This master's thesis is about a course on creativity and creative mathematics. A course was held and researched as a design experiment. In the research answers were sought to questions about how to design and develop a course on creative mathematics for teachers, how such a course can proceed and how it supports teachers in motivating their students to be creative in mathematics at school. The course was attended by twenty elementary and secondary teachers in Iceland. It focused on research and definitions of creativity, creativity in mathematics and creative mathematics education. Ways to ...