Hrygning Atlantshafsmakríls innan íslenskrar lögsögu

Straumar og þar með hitastig sjávar við Ísland hefur verið breytilegt í gegnum tíðina og einkennst af kaldsjávar- og hlýsjávarskeiðum. Íslenskt hafsvæði er í svokölluðu hlýsjávarskeiði um þessar mundir sem orsakast af flóknu samspili strauma úr Atlantshafinu og norðan Íslands frá norður Íshafinu. Sl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðbjörg Lilja Jónsdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15719
Description
Summary:Straumar og þar með hitastig sjávar við Ísland hefur verið breytilegt í gegnum tíðina og einkennst af kaldsjávar- og hlýsjávarskeiðum. Íslenskt hafsvæði er í svokölluðu hlýsjávarskeiði um þessar mundir sem orsakast af flóknu samspili strauma úr Atlantshafinu og norðan Íslands frá norður Íshafinu. Slíkar sveiflur í eðlisþáttum hafsins hafa ýmsar afleiðingar í för með sér og er ein afleiðingin sú að nýjar fisktegundir koma hingað í meira mæli. Þetta á við um Norður-Atlantshafsmakrílinn sem hefur á undanförnum árum aukið viðkomu sína innan íslenskrar lögsögu. Það eru margir líffræðilegir þættir sem valda hinni miklu yfirferð makríls. Makríllinn býr yfir sundhæfileikum til að lifa í opnum úthöfum og hefur þörf til að synda stöðugt til að viðhalda súrefnisþörf sinni, þ.a.l. hefur hann mikla orkuþörf. Dýrasvif sem er undirstaðan í fæðu Norður-Atlantshafs makríls byrjar að aukast að vori, þegar hitaskil hafa myndast og yfirborðslög sjávar róast. Mikilvægt að er næga fæðu er að fá á hrygningarsvæðum og göngusvæðum sem Norður-Atlantshafs makríll fer í gegnum. Hrygning NA- Atlantshafs makríls hefur átt sér stað á þremur hrygningarsvæðum við strendur Evrópu, en sá hrygningarfiskur sem líklegastur er að teygi útbreiðslu sinnar hrygningar inn í íslenska lögsögu er frá vestur-hrygningarstöðvunum, sem eru staðsettar norður og norð-vestur af Skotlandi og Írlandi. Hrygning NA-Atlantshafs makríls hefur nú breitt úr sér að ströndum Færeyja og lítillega inn í íslenska lögsögu, fyrst skráð 2010. Umhversskilyrði S og SA af Íslandi eru svipaðar umhverfisskilyrðum við Færeyjar og norður hluta vestur-hrygningarsvæði. Makríllinn stýrist af umhverfisþáttum og mun leitast eftir að fylgja sínum kjöraðstæðum. Það bendir til að með hækkandi hitastigið á núverandi hrygningarstöðvum er líklegt að hrygningarsvæði makrílsins færist norðar. Meðan umhverfisaðstæður innan íslenskrar lögsögu hentar og næga fæðu er finna sunnan Íslands, er ekkert til fyrirstöðu að makríllinn hrygni innan íslenskrar lögsögu. Keywords: NA-Atlantshafs makríll, hrygning, ...