Summary: | Verkefnið er lokað til 15.6.2018. Í júlí 2012 var kennara á Akureyri sagt upp starfi eftir að hann birti á bloggsíðu sinni meiðandi ummæli sem beindust að samkynhneigðum og transfólki. Kennarinn taldi að þarna væri vegið að stjórnarskrárvörðum rétti hans til tjáningarfrelsis. Í kjölfarið urðu miklar umræður í samfélaginu þar sem fólk skiptist í fylkingar. Sumir töldu að hart væri vegið að tjáningarfrelsi kennarans á meðan öðrum fannst réttlætanlegt að skerða tjáningarfrelsi hans til að hlífa nemendum. Tjáningarfrelsi er talin ein af grunnstoðum lýðræðislegs samfélags en helst reynir á það þegar fram koma umdeildar skoðanir. Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða mannréttindahlið málsins og hvort fella megi þessa takmörkun undir þau ströngu skilyrði sem sett eru fyrir því að tjáningarfrelsi séu settar skorður. Það er ekki langt síðan tjáningarfrelsið, í þeirri mynd sem það er í dag, var tekið upp í íslensku stjórnarskránna og verður þróun tjáningarfrelsis á Íslandi skoðuð. Mál kennarans verður skoðað eins og mögulegt er en þegar ritgerðin var skrifuð var Akureyrarbær enn bundinn þagnaskyldu um málið, þannig að ritgerðin byggir, að mestu, á upplýsingum frá kennaranum sjálfum sem birtust í fjölmiðlum. Inntak tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar verður skoðað sem og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Innlend lög sem setja tjáningarfrelsinu hömlur verða skoðuð og litið verður til dómaframkvæmda mannréttindadómstóls Evrópu og Hæstaréttar. In july 2012 a teacher in Akureyri lost his job because of comments regarding homosexuals on his personal website. The teacher believed that his dismissal violated his constitutionally protected right to freedom of expression and this started a lot of discussion in the community which divided people between those who supported the teacher and those who did not. Freedom of expression is considered one of the foundations for a democratic society and can be considered most important in respect of communication of ideas that are not widely supported in the society. ...
|