Samskipti barna við foreldra og vini : tungumálið á heimilinu

Rannsóknir hafa sýnt að félagsleg og efnahagsleg staða barna og unglinga af erlendum uppruna er oft verri en innfæddra jafnaldra þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða samskipti barna við foreldra sína og bestu vini út frá hvort íslenska væri það tungumál sem oftast væri talað á heimilinu eð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ester Ösp Sigurðardóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15416
Description
Summary:Rannsóknir hafa sýnt að félagsleg og efnahagsleg staða barna og unglinga af erlendum uppruna er oft verri en innfæddra jafnaldra þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða samskipti barna við foreldra sína og bestu vini út frá hvort íslenska væri það tungumál sem oftast væri talað á heimilinu eða ekki. Við rannsóknina var notast við gögn frá 2010 úr rannsókninni „Heilsa og lífskjör skólanema“ (HBSC- Health Behaviour in School-aged Children). Þáttakendur voru 3731 nemendur í 6.bekk en spurningalisti var lagður fyrir í 161 skóla á landinu öllu. Niðurstöðurnar sýndu að börn sem tala oftast íslensku heima eiga ekki auðveldara með samskipti við mæður sínar (X²(2, N=3513) = 2,680, p >0,05) eða feður (X²(2, N=3479) =1,057, p >0,05) heldur þau börn sem tala oftast annað tungumál. Þá eiga þau heldur ekki auðveldara með að tala við besta vin sinn en þau börn sem tala oftast annað tungumál en íslensku heima (X²(2, N=3248) = 1,398, p >0,05). Efnisorð: samskipti við foreldra, erlend börn, tungumál, Research has shown that children of immigrants tend to have a poorer socioeconomic status than their non-immigrant peers. The purpose of this research was to find out the importance of language spoken at home on children´s relationship with their parents and best friend. For this research, existing data from the 2009-2010 “Health Behaviour in School-aged Children” (HBSC) was processed. Participants were 3731 students in the sixth grade in 161 schools all over Iceland. The results showed that children who speak Icelandic at home do not find it easier to speak to their mothers (X²(2, N=3513) = 2,680, p >0,05) or their fathers (X²(2, N=3479) =1,057, p >0,05) than children that speak another language at home. Neither do they find it easier to speak to their best friend than do children who mainly speak Icelandic at home (X²(2, N=3248) = 1,398, p >0,05). Key terms: relationship with parents, children of immigrants, language