Summary: | Aðgangur að ritgerðinni er lokaður í eitt ár skv. fyrirmælum frá deild. Markmið þessarar ritgerðar er að reikna út áætlaðan kostnað við hvern grunnskólanemanda í Reykjavík samkvæmt fjárhæðum í fjárhagsáætlun grunnskólahluta skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012. Einnig er fundið út hve mikill fjöldi nemenda er á hvert stöðugildi í almennum grunnskólum í Reykjavík og reiknaður er kostnaður á hvern útseldan tíma, eins og ef um verktöku væri að ræða. Fjallað er almennt um kostnaðarbókhald og hugtök í kostnaðarbókhaldi. Farið er í samanburð á hefðbundinni aðferð og verkþáttabókhaldi. Með kostnaðarbókhaldi geta stjórnendur skipulagsheilda fylgst náið með kostnaðarþróun innan heildarinnar. Kostnaðarbókhald er aðferð sem segir til um hvar kostnaðurinn myndast í skipulagsheildinni og hvernig kostnaðurinn deilist niður á afurðir og á milli deilda. Mistúlkun á kostnaðarupplýsingum geta verið þess valdandi að kostnaður afurðanna sé annaðhvort van- eða ofmetinn. Það skiptir miklu máli fyrir stjórnendur að hafa sem réttastar kostnaðarupplýsingar, því rangar upplýsingar geta leitt til rangrar ákvarðanatöku hjá stjórnendum. En til þess að kostnaðarbókhald skili tilsettum árangri þarf stefna skipulagsheilda að vera skýr, því kostnaðarbókhald aðstoðar stjórnendur að ná markmiðum sem sett hafa verið í stefnu skipulagsheildarinnar. Mikilvægt er að stjórnendur stuðli að kostnaðarmeðvitaðri menningu innan skipulagsheildarinnar, því þá eiga skipulagsheildir meiri möguleika á að ná sínum markmiðum. Það auðveldar stjórnendum að ná tökum á kostnaðinum og halda honum í skefjum þegar þeir og aðrir starfsmenn skilja hvernig kostnaðarhegðunin er. Markmið skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar er m.a. að auka hagkvæmni í rekstri starfseininga en til þess að það sé mögulegt þurfa stjórnendur að vera meðvitaðir um hvar kostnaðurinn myndast og hvernig hann skiptist á milli þeirra þjónustuþátta sem Reykjavíkurborg greiðir niður. Stjórnendur grunnskóla þurfa að geta borið rekstur sinn saman milli ára og við sambærilegar ...
|