Áhrif veðurfars og mannvistar á mýrarjarðveg í Mosfellsdal síðustu 3600 ár

Mýrarjarðvegur á Íslandi hefur orðið fyrir miklum breytingum á Nútíma. Uppbygging hans og loftfirrtar aðstæður gefur þann möguleika að skoða hvað hefur ráðið mótun hans og leið hvaða umhverfisáhrif hann endurspeglar. Í þessarri rannsókn voru skoðaðar breytingar á mýrarjarðvegi frá sjö sýnatökustöðum...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurður Max Jónsson 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15288
Description
Summary:Mýrarjarðvegur á Íslandi hefur orðið fyrir miklum breytingum á Nútíma. Uppbygging hans og loftfirrtar aðstæður gefur þann möguleika að skoða hvað hefur ráðið mótun hans og leið hvaða umhverfisáhrif hann endurspeglar. Í þessarri rannsókn voru skoðaðar breytingar á mýrarjarðvegi frá sjö sýnatökustöðum sem mynda þversnið í Mosfellsdal í þeim tilgangi að rannsaka breytingar á mýrarjarðvegi sem orðið hafa af völdum mannvistaráhrifa og loftslagsbreytinga. Með hjálp þekktra gjóskulaga er setinu skipt upp í tímabil, til dæmis í forsögulegan og sögulegan. Mæld var rúmþyngd, vatnshlutfall, lífrænt innihald, sýrustig, setmyndunarhraði og litur til að varpa þær ljósi á þær breytingarnar sem jarðvegurinn hefur orðið fyrir fráþví um 1600 f.Kr. og til dagsins í dag. Í byrjun forsögulega tímabilsins um 1600 f.Kr. féll þykkt (4-8 sm) gjóskulag frá Kötlu yfir rannsóknarsvæðið. Skapaði það ekki óstöðuleika á jarðveginum vegna þess að gjóskan hefur lent í mjög gróðursælu umhverfi, sem jafnvel var skógi vaxið. Setmyndunarhraði mýranna í Mosfellsdal lækkaði þegar leið á forsögulega tímabilið samhliða kólnun sem hófst á miðbiki Nútíma fyrir um 4000 árum. Kólnunin hægði á framleiðslu lífmassa en hæfileiki mýranna til að hægja á rotnun hélst enn. Við upphaf sögulega tímabilsins, um 874 e.Kr settust landnámsmenn að í Mosfellsdal. Jarðvegsbreytur sýndu merki óstöðuleika strax þá en á Litlu ísöld kólnar og óstöðugleiki jókst. Þá tóku rúmþyngd og setmyndunarhraði að aukast, litur jarðvegs varð rauðleitari vegba oxunar, vatnshlutfall og lífrænt innihald minnkaði. Skógar tóku að hverfa og jarðvegsgerðin breyttist. Samspil landnýtingar og kólnandi veðurfars olli því að gróðurhula lét undan á hálendi og rofgjarn jarðvegurinn endurflyst frá óstöðugum svæðum til stöðugari svæða, eins og t.d. til mýranna í Mosfellsdal. Wetland soils in Iceland have been through drastic changes during the Holocene. Their characteristics make it interesting for scientists to do research on the environmental changes it has preserved. With the aim to investigate the ...