Þáttur ráðgjafar í samstarfi leikskólakennara og foreldra

Hér er greint frá rannsókn sem gerð var meðal leikskólakennara. Markmiðið var að afla upplýsinga um samstarf leikskólakennara og foreldra með áherslu á þátt ráðgjafar við foreldra en tvær nýlegar íslenskar rannsóknir hafa leitt í ljós að foreldrar telja sig þurfa stuðning og ráðgjöf í uppeldishlutve...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jónína Sæmundsdóttir 1956-, Sólveig Karvelsdóttir 1940-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15134
Description
Summary:Hér er greint frá rannsókn sem gerð var meðal leikskólakennara. Markmiðið var að afla upplýsinga um samstarf leikskólakennara og foreldra með áherslu á þátt ráðgjafar við foreldra en tvær nýlegar íslenskar rannsóknir hafa leitt í ljós að foreldrar telja sig þurfa stuðning og ráðgjöf í uppeldishlutverkinu. Rannsóknin hófst með því að tekin voru viðtöl við þrettán leikskólakennara í Reykjavík vorið 2006 um samstarf þeirra við foreldra. Eftir greiningu á viðtölunum voru spurningalistar sendir til 147 leikskólakennara í Reykjavík og á landsbyggðinni þar sem einkum var spurt um ráðgjöf til foreldra. Niðurstöður sýna að ráðgjöf er snar þáttur í starfi leikskólakennara og að foreldrar virðast hafa vaxandi þörf fyrir ráðgjöf. Ráðgjöfin tengist einkum aga, þroska barna og almennri umönnun þeirra. Þátttakendur telja að foreldrar séu oft óöruggir í að setja börnum sínum mörk á sama tíma og agavandi hafi farið vaxandi. Þeir finna fyrir auknum tímaskorti foreldra og að kröfur þeirra til leikskóla og leikskólakennara hafi aukist. Að mati þátttakenda búa leikskólakennarar yfir sérfræðiþekkingu á uppeldi ungra barna sem gæti skýrt hvers vegna foreldrar leita ráðgjafar hjá þeim.