Að taka flugið : þróunarstarf í Hlíðarskóla á Akureyri

Í þessari grein er sagt frá þróunarverkefni í Hlíðarskóla á Akureyri. Um tuttugu nemendur á grunnskólaaldri stunda nám í skólanum en hann er hugsaður sem skammtímaúrræði fyrir þá nemendur sem af einhverjum ástæðum aðlagast ekki starfinu í heimaskóla sínum. Kennsluhættir í skólanum hafa til skamms tí...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Bryndís Valgarðsdóttir 1958-, Reynir Hjartarson 1946-, Ingvar Sigurgeirsson 1950-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15107
Description
Summary:Í þessari grein er sagt frá þróunarverkefni í Hlíðarskóla á Akureyri. Um tuttugu nemendur á grunnskólaaldri stunda nám í skólanum en hann er hugsaður sem skammtímaúrræði fyrir þá nemendur sem af einhverjum ástæðum aðlagast ekki starfinu í heimaskóla sínum. Kennsluhættir í skólanum hafa til skamms tíma að mestu verið hefðbundnir en áhersla lögð á mikla nánd og einstaklingsmiðun. Á síðasta ári var ákveðið að ráðast í umfangsmiklar breytingar á kennsluháttum sem ásamt fleiru miða að því að efla þátttöku nemenda með fjölbreyttum viðfangsefnum sem tengjast áhugasviðum þeirra. Í þessu felst að nemendur hafa val um viðfangsefni og engin skólavika er eins. Afar góð reynsla hefur fengist af þessari tilhögun og viðhorf nemenda, foreldra og starfsmanna til hennar eru mjög jákvæð.