Séra Bjarni Jónsson. Guðfræði hans og nýguðfræðin

Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á ævi og starf séra Bjarna Jónssonar dómkirkjuprests (1881-1965) og fjallað sérstaklega um þá guðfræði sem hann aðhylltist. Guðfræðihugsun séra Bjarna var skýr og ekki í takt við ýmsar þær stefnur sem fóru að berast til Íslands utan úr heimi í kringum...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sveinbjörg Jónsdóttir 1964-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14990
Description
Summary:Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á ævi og starf séra Bjarna Jónssonar dómkirkjuprests (1881-1965) og fjallað sérstaklega um þá guðfræði sem hann aðhylltist. Guðfræðihugsun séra Bjarna var skýr og ekki í takt við ýmsar þær stefnur sem fóru að berast til Íslands utan úr heimi í kringum seinni hluta nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu, eins og til dæmis frjálslyndu guðfræðina og spíritismann. Bjarni hélt á lofti lútherskri játningabundinni guðfræði gegn hinni svo kölluðu nýguðfræði og átti í deilum við ýmsa samtímamenn sína úr stétt guðfræðinga og presta. Í inngangi ritgerðarinnar verður gefið yfirlit yfir helstu æviatriði séra Bjarna. Í fyrsta kafla verður fjallað um köllun hans og hvernig umhverfi hans og aðstæður móta hann sem prest. Í öðrum kafla verður athyglinni beint að hinni lúthersku játningabundnu guðfræði annars vegar og nýguðfræðinni hins vegar og fjallað aðeins um helstu stefnur og strauma í guðfræði sem hingað bárust um aldamótin 1900. Í þriðja kafla verður síðan fjallað sérstaklega um deilurnar sem spruttu upp meðal guðfræðinga um hina „gömlu“ og „nýju“ guðfræði og er sértaklega tekið mið af trúmálafundunum sem haldnir voru í Nýja Bíó í Reykjavík, fyrir tilstuðlan Stúdentafélagsins, í marsmánuði árið 1922. Þar tókust á fulltrúar hinna mismunandi stefna og má segja að á þessum fundum hafi farið fram uppgjör þeirra á milli. Í framhaldi af því uppgjöri voru lagðar þær línur sem halda má fram að íslensk kirkja hafi fylgt æ síðan. Í lokaorðum ritgerðarinnar eru síðan dregin saman helstu atriði þeirrar umfjöllunar sem á undan er farin.