Comparing biodiversity of birds in different habitats in South Iceland

Í ljósi aukinnar landnýtingar og hnignunar líffræðilegrar fjölbreytni er afar brýnt að auka þekkingu á henni bæði til að nýta við skipulagsgerð og við verndaráætlanir. Nauðsynlegt er að greina á sem skjótastan hátt þau búsvæði sem mikilvægust eru fyrir líffræðilega fjölbreytni til að minnka neikvæð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja Jóhannesdóttir 1981-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14964
Description
Summary:Í ljósi aukinnar landnýtingar og hnignunar líffræðilegrar fjölbreytni er afar brýnt að auka þekkingu á henni bæði til að nýta við skipulagsgerð og við verndaráætlanir. Nauðsynlegt er að greina á sem skjótastan hátt þau búsvæði sem mikilvægust eru fyrir líffræðilega fjölbreytni til að minnka neikvæð áhrif landnýtingar. Þekking á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi er brotakennd og ófullnægjandi, sérstaklega þegar horft er til hraða landbreytinga síðustu áratugi. Í þessari rannsókn voru vettvangsmælingar á fuglum á láglendi Suðurlands, sem er alþjóðlega mikilvægt fyrir ýmsar fuglategundir, bornar saman við landflokka í Nytjalandsgagnagrunni Landbúnaðarháskóla Íslands til að greina tengsl líffræðilegrar fjölbreytni fugla við mismunandi gróðurbúsvæði. Athuganir voru gerðar á fimm algengustu gróðurbúsvæðum Suðurlands, fyrir utan ræktað land. Þessi búsvæði voru votlendi, hálfdeigja, ríkt mólendi, graslendi og rýrt mólendi. Í heildina voru skráðir 5128 fuglar af 22 tegundum, 95% þessara fugla voru af átta tegundum, sjö vaðfuglar og þúfutittlingur (Anthus pratensis). Af þessum átta tegundum voru fimm (lóuþræll (Calidris alpina), hrossagaukur (Gallinago gallinago), spói (Numenius phaeopus), jaðrakan (Limosa limosa) og þúfutittlingur) með hæstan þéttleika í votlendi. Tjaldur (Haematopus ostralegus) og stelkur (Tringa totanus) voru með hæstan þéttleika í graslendi en mest var af heiðlóu (Pluvialis apricaria) í rýru mólendi. Heildarþéttleiki þessara átta tegunda í fimm búsvæðum var frá 274 fuglum á km2 í rýru mólendi til 640 fugla á km2 í votlendi. Mælingar á fuglalífi á láglendi Suðurlands benda til þess að almennt séu blautari búsvæði mikilvægari en þurrari, það var hærri þéttleiki og hærri meðalfjöldi tegunda í búsvæði. Nytjaland sýndi skýr tengls við fuglalíf og virðist henta vel sem grunnur undir kortlagningu líffræðilegrar fjölbreytni. In a world of rapid anthropogenic land use changes and declining biodiversity, there is an urgent need for understanding the state of biodiversity to aid management and conservation. ...