Lesið í skóginn - skólaverkefni : kennslufræði og hugmyndir fyrir grunnskóla.

Grunnskólabraut Þessi ritgerð fjallar um tilurð, umfang og tilgang þróunarverkefnisins Lesið í skóginn með skólum (LÍS). Byggt er á niðurstöðum þátttöku 9 skóla í Reykjavík auk 7 skóla á landsvísu, þess hugmyndasafns sem þar varð til auk nánari útfærslu og reynslu höfunda af þessu kennsluformi. Gerð...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ása Erlingsdóttir, Margrét Lára Eðvarðsdóttir
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1489
Description
Summary:Grunnskólabraut Þessi ritgerð fjallar um tilurð, umfang og tilgang þróunarverkefnisins Lesið í skóginn með skólum (LÍS). Byggt er á niðurstöðum þátttöku 9 skóla í Reykjavík auk 7 skóla á landsvísu, þess hugmyndasafns sem þar varð til auk nánari útfærslu og reynslu höfunda af þessu kennsluformi. Gerð verður grein fyrir mögulegri samþættingu LÍS við nýjar áherslur í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2007 og mikilvægi áframhaldandi þróun verkefna og aðgengi þeirra. Við munum sýna fram á hvernig styrkja má kennslufræðilegan grunn með því að tengja LÍS við þekktar kenningar í útinámi vestanhafs. Til að ná því markmiði munum við styðjast við kenningar Joseph Cornell. Áherslur hans í skógarkennslu verða nýttar til framsetningar verkefnablaða. Þau geta síðar myndað verkefnasafn sem styður áframhaldandi þróun LÍS. Með þessu móti er styrkum stoðum skotið undir kennslufræði og kennsluaðferðir sem geta markvisst eflt þroskaþætti nemenda með vinnu tengdri skóginum. Lykilorð: Lesið í skóginn, útikennsla, náttúrufræði, samþætting, umhverfismennt, leikir.