Björn Gunnlaugsson og Tölvísi : stærðfræði og einlæg trú í menntun 19. aldar

Ferill nítjándualdarstærðfræðingsins Björns Gunnlaugssonar (1788–1876) er ein- stakur. Hann naut aldrei skólavistar á Íslandi en náði óvenjulegum tökum á stærð- fræði, að mestu með sjálfsnámi, áður en hann settist í Kaupmannahafnarháskóla, 29 ára að aldri. Þar vann hann til tvennra gullverðlauna fyr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Bjarnadóttir 1943-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14521
Description
Summary:Ferill nítjándualdarstærðfræðingsins Björns Gunnlaugssonar (1788–1876) er ein- stakur. Hann naut aldrei skólavistar á Íslandi en náði óvenjulegum tökum á stærð- fræði, að mestu með sjálfsnámi, áður en hann settist í Kaupmannahafnarháskóla, 29 ára að aldri. Þar vann hann til tvennra gullverðlauna fyrir stærðfræðiþrautir. Hann kenndi stærðfræði við Bessastaðaskóla og Lærða skólann í Reykjavík um fjörutíu ára skeið og landmælingar hans voru grunnur að Íslandskortum í hálfa öld. Bók hans um stærðfræði, Tölvísi, var gefin út er hann var orðinn 77 ára að aldri. Tölvísi, sem er meginviðfangsefni greinarinnar, bregður ljósi á hversu mikils Björn mat stærðfræðina og á heimspekilega og trúarlega afstöðu hans til stærðfræðilegra hugtaka og lögmála. Nokkur efni verða skoðuð í því skyni að öðlast innsýn í hugs- un Björns: núllið og óendanleikinn, veldareglur og ímyndaðar tölur. Höfundur er dósent við kennaradeild á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Björn Gunnlaugsson (1788–1876) was a unique person. He was never admitted to a school in Iceland. He learnt mathematics by self-study before entering, at the age of 29, the University of Copenhagen, where he twice won its gold-medal for solving mathematical problems. He taught mathematics for forty years and made valuable geodetic measurements as a basis of a map of Iceland. His book on mathematics, Tölvísi, was published when he was 77 years old. The book, which is the main subject of this article, reveals his devotion to mathematics, and his philosophical and religious attitude towards mathematical concepts, structure and laws. In order to clarify his way of thought, several topics will be explored: zero and infinity, exponential laws and imaginary numbers. The author is associ- ate professor at the Department of Teacher Education, School of Education, Uni- versity of Iceland.