Model Investigations of a Juvenile Fish Bypass System at Urriðafoss HEP

Aðrennslisskilyrði í inntakslóni virkjunar og rennslisskilyrði í seiðafleytu voru rannsökuð með tvennskonar líkönum, annars vegar þrívíðu tölulegu líkani og hinsvegar straumfræðilegu líkani. Inntakslónið og seiðafleytan eru hluti af fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun í Neðri Þjórsá. Virkjunin verður sta...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ágúst Guðmundsson 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13932
Description
Summary:Aðrennslisskilyrði í inntakslóni virkjunar og rennslisskilyrði í seiðafleytu voru rannsökuð með tvennskonar líkönum, annars vegar þrívíðu tölulegu líkani og hinsvegar straumfræðilegu líkani. Inntakslónið og seiðafleytan eru hluti af fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun í Neðri Þjórsá. Virkjunin verður staðsett á miðri gönguleið laxfisks, til að lágmarka áhrif hennar á laxastofn árinnar verður seiðafleyta ásamt laxastigum byggð. Aðrennslisskilyrði í inntakslóni og rennslisskilyrði innan seiðafleytunnar voru rannsökuð til að tryggja örugga og skjóta ferð seiða í gegnum áhrifasvæði virkjunarinnar. Þrjú rekstrartilfelli voru rannsökuð fyrir aðrennslisskilyrðin og fjögur tilfelli með mismiklu rennsli innan seiðafleytunnar. Tölulegu líkönin voru byggð upp með hugbúnaðinum ANSYS CFX þar sem notað var líkan fyrir rennsli við frjálst yfirborð með hefðbundnu k-e iðustreymislíkani. Niðurstöður tölulega líkansins voru bornar saman viðmælingar úr straumfræðilegu líkani, þar á meðal hraðasnið úr Acoustic Doppler Velocimeter (ADV), rennslihegðun úr agnaprófi ofl. Á heildina litið er hönnun seiðafleytunnar og aðrennslisskilyrði líkleg til að laða seiðin að seiðafleytunni og skila seiðunum með skjótum og öruggum hætti í gegnum kerfið. Ágætt samræmi er á milli niðurstaða tölulegs líkans og straumfræðilegs líkans næst inntaki virkjunar og seiðafleytu en lengra frá mannvirkjunum var samanburður á niðurstöðum ekki eins góður vegna lítilsháttar ósamræmis í landslagi milli líkana. Verkefnið var styrkt af Landsvirkjun