Gjaldeyrishöft á Íslandi og áhrif þeirra

Mikið hefur gengið á í íslensku efnahagslífi undanfarin ár og hefur skuldastaða fyrirtækja og heimila sjaldan verið verri. Haustið 2008 var afar stormasamt og markar mikil tímamót í íslenskri efnahagssögu. Þrír stærstu bankar landsins fóru í þrot og fjöldi fólks og fyrirtækja einnig. Ljóst var að gr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sandra Björk Tryggvadóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13734
Description
Summary:Mikið hefur gengið á í íslensku efnahagslífi undanfarin ár og hefur skuldastaða fyrirtækja og heimila sjaldan verið verri. Haustið 2008 var afar stormasamt og markar mikil tímamót í íslenskri efnahagssögu. Þrír stærstu bankar landsins fóru í þrot og fjöldi fólks og fyrirtækja einnig. Ljóst var að grípa þyrfti til afdrifaríkra aðgerða þar sem íslenska krónan var í frjálsu falli. Alþingi greip til þeirra ráða að samþykkja lög þess efnis að veita Seðlabanka Íslands heimild til þess að setja víðtækar reglur um gjaldeyrismál í þeim tilgangi að bjarga íslensku krónunni frá frekari gengisfalli. Gjaldeyrishöft eru ekki ný af nálinni hérlendis en höft við fjármagnsflutningum voru við lýði frá árinu 1931 til ársins 1995. Í kjölfar innleiðingu gjaldeyrishaftanna haustið 2008 dró verulega úr gengisflökti krónunnar og gengið tók að styrkjast. Margir eru þó þeirrar skoðunar að tímabært sé að losa um gjaldeyrishöftin sem fyrst og opna fyrir almennan gjaldeyrismarkað. Í þessari ritgerð verður skoðað nánar hvaða áhrif gjaldeyrishöftin hafa almennt á íslenskt efnahagslíf ásamt því að möguleikar íslenska gjaldmiðilsins eru skoðaðir.