„Ég sest til borðs eins og hver annar starfsmaður skólans.“ Samstarf grunnskóla og Þjónustumiðstöðvarinnar í Breiðholti

Rannsókn þessi fjallar um samstarf á milli grunnskóla í Breiðholti og Þjónustumiðstöðvarinnar í Breiðholti. Sjónum er einna helst beint að jákvæðum þáttum samstarfsins, hvað megi betur fara og þátt félagsráðgjafans í þessu samstarfi. Enn fremur er horft á sérstöðu Breiðholtsins með hliðsjón af stöðu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sædís Arnardóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13530
Description
Summary:Rannsókn þessi fjallar um samstarf á milli grunnskóla í Breiðholti og Þjónustumiðstöðvarinnar í Breiðholti. Sjónum er einna helst beint að jákvæðum þáttum samstarfsins, hvað megi betur fara og þátt félagsráðgjafans í þessu samstarfi. Enn fremur er horft á sérstöðu Breiðholtsins með hliðsjón af stöðu barna. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt en tekin voru viðtöl við níu fagmenn, þar af fjóra frá þjónustumiðstöðinni og fimm frá grunnskólunum, sem reynslu höfðu af samstarfinu á milli þessara tveggja stofnana. Niðurstöðurnar leiða í ljós að samstarf á milli grunnskólanna og Þjónustumiðstöðvarinnar í Breiðholti er að mestu leyti mjög gott en takmörkuð úrræði, löng bið í greiningar og tímaskortur er helsta fyrirstaðan fyrir enn betra samstarfi. Þá virðist ekki vera nægilegur skilningur á milli fagstétta sem að samstarfinu koma og þeim verkefnum sem þær takast á við í starfi sínu. Félagsráðgjafinn horfir á heildina og tengir saman ólíkar stofnanir í lífi barna. Ljóst er að almennt eru næg verkefni fyrir félagsráðgjafa innan grunnskóla og mættu umsvif þeirra að vissu leyti vera meiri. Þá virðist sérstaða Breiðholtsins, með hliðsjón af stöðu barna, vera fjölþætt, en í hverfinu er mikið um félagslega erfiðleika miðað við önnur hverfi í Reykjavík og töluvert um fatlanir barna. Hins vegar státar hverfið af fleiri úrræðum en mörg önnur hverfi og reynt er að koma til móts við sérstöðu þess með ýmsu móti. The study examines the collaboration between compulsory schools in Breiðholt, Reykjavík, and the municipal service center in Breiðholt. Positive aspects of this collaboration and factors that can be improved are explored along with the role of the social worker. The uniqueness of Breiðholt, with regards to the children’s socio-economic situation is also taken into consideration. The research is based on qualitative research methodology. Nine professionals were interviewed, four from the municipal service center and five from the compulsory schools. All of them had experience of the collaboration between the two ...