Tannheilsa einstaklinga með átröskun. Könnun á tannheilsu einstaklinga í meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans - Hvítabandið vorið 2012

Þessi ritgerð er lokaverkefni höfundar til BS gráðu í tannsmíði við Háskóla Íslands í október 2012. Rannsóknarspurningarnar sem leitast var svara við voru eftirfarandi: 1. Hver er staðan á tannheilsu einstaklinga með átröskunarsjúkdóma á Íslandi í dag? 2. Hversu algengt er að einstaklingar með átrös...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Brynja Árnadóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13313
Description
Summary:Þessi ritgerð er lokaverkefni höfundar til BS gráðu í tannsmíði við Háskóla Íslands í október 2012. Rannsóknarspurningarnar sem leitast var svara við voru eftirfarandi: 1. Hver er staðan á tannheilsu einstaklinga með átröskunarsjúkdóma á Íslandi í dag? 2. Hversu algengt er að einstaklingar með átröskunarsjúkdóma þurfi tannsmíði til að bæta fyrir afleiðingar sjúkdómsins á tannheilsuna? 3. Hvaða tannhópar eru það sem þarf helst að smíða á hjá þessum einstaklingum sem hafa fengið átröskunarsjúkdóm? Framkvæmd var meigindleg rannsókn í formi spurningakönnunar og notast við markvisst hentugleikaúrtak þar sem þátttakendurnir voru allir einstaklingar með átröskunarsjúkdóm og nýttu sér þjónustu meðferðarteymis átröskunardeildar Landspítalans – Hvítabandið. Viðurvist rannsóknarinnar var tilkynnt til persónuverndar og leyfi númer 20/2012 fengið frá Siðanefnd Landspítalans til að leggja könnunina fyrir skjólstæðinga spítalans. Helstu niðurstöðurnar voru þær að 22% þátttakendanna var með krónur sem þeir röktu til afleiðinga sjúkdómsins á tannheilsuna. 31,7% var með glerungseyðingu og 44% með munnþurrk. Algengara var að þeir sem notast við uppköst til þyngdarstjórnunar væru með krónur og voru 28% þeirra sem framkvæma uppköst með krónur en 12,5% þeirra sem kasta ekki upp voru með krónur. Af þeim sem voru með krónur voru 55,5% með krónur á forjaxlasvæði, 44,4% voru með krónur á jaxlasvæði, 44,4% með krónur á framtannasvæði og 11,1% með krónur á augntannasvæði. Lykilorð: Tannheilsa átröskunarsjúklinga, átröskun, lotugræðgi, lystarstol, magasýra, glerungseyðing, munnþurrkur, parotid munnvatnskirtlar, Russell´s einkennið. This thesis is the author’s final project towards Bachelor of Science Degree in Dental Technology from University of Iceland in October 2012. Following are the thesis three Research questions: 1. How is the dental health status of individuals with eating disorders in Iceland today? 2. How common is it for individuals with eating disorders to need dental technician work to repair damage to dental health caused ...