Almenningsgarðar á Íslandi

Í þessari ritgerð er dregin saman og skrásett saga og þróun íslenskra almenningsgarða. Ítarlega er fjallað um 35 af um 60 almenningsgörðum á landinu. Nær engar rannsóknir sem tengjast viðfangsefninu hafa verið gerðar og því var mikið stuðist við frumheimildir af skjalasöfnum um allt land. Í nær öllu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bragi Bergsson 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12722
Description
Summary:Í þessari ritgerð er dregin saman og skrásett saga og þróun íslenskra almenningsgarða. Ítarlega er fjallað um 35 af um 60 almenningsgörðum á landinu. Nær engar rannsóknir sem tengjast viðfangsefninu hafa verið gerðar og því var mikið stuðist við frumheimildir af skjalasöfnum um allt land. Í nær öllum bæjum landsins er að finna opin og græn svæði sem eru hugsuð til afþreyingar fyrir íbúa bæjarins og mætti kalla almenningsgarð. Bæir á Íslandi urðu til tiltölulega seint í samanburði við önnur lönd og því byggjast flestir almenningsgarðar landsins upp á tímabilinu frá 1910 til 1970. Eftir það er byrjað að byggja upp stór útivistarsvæði sem bjóða uppá fjölbreytta afþreyingarmöguleika fyrir almenning, en eru ekki eiginlegir almenningsgarðar. Í ritgerðinni er saga íslenskra almenningsgarða sögð með því fjalla sérstaklega um hvern og einn garð í tímaröð, eftir því hvenær þeim var ákveðin staður. Byrjað er á elsta garðinum sem er Austurvöllur í Reykjavík og endað á einum af þeim yngsta, Lýðveldisgarðinum við Hverfisgötu í Reykjavík. Vegna stærðar ritgerðarinnar voru myndir teknar út. Þær fylgja prentuðu eintaki í lokaritgerðasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.