Summary: | Verkefnið er lokað til 1.12.2030. Í þessari ritgerð eru samrunar og yfirtökur skoðaðir með hliðsjón af samruna Íslandsbanka og Byrs í nóvember 2011. Farið er yfir tegundir samruna, mögulegar aðstæður sem geta komið upp, hvað ber að varast og hvernig algengt er að starfólk upplifi samruna. Rauði þráðurinn í gegnum ritgerðina er líðan starfsfólks Byrs á Akureyri á meðan samrunanum stóð. Könnun var gerð á meðal starfsfólks Byrs á Akureyri eftir að samruninn var orðinn opinber og niðurstöður kannaðar með hliðsjón af því sem áður hefur verið ritað um líðan starfsfólks á meðan á samruna stendur. Könnunin leiddi það í ljós að starfsandinn og vellíðan starfsfólks Byrs á Akureyri fór niður á við í samrunanum og að starfsfólkið var ekki ánægt með hvernig staðið var að honum. Lykilorð: Samruni, yfirtökur, líðan starfsfólks, Byr og Íslandsbanki.
|