Viðhorf háskólanema til trans einstaklinga

Trans einstaklingar eru þjóðfélagshópur sem telja má til minnihlutahóps og líkt og aðrir minnihlutahópar verða þeir fyrir fordómum og jafnvel mismunun. Slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og lágt sjálfsmat, félagslega einangrun, þunglyndi, kvíða og aukna hættu á sjálfsvígum. Ý...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Barbara Helgadóttir 1986-, Helga Lind Sigmundsdóttir 1978-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12123
Description
Summary:Trans einstaklingar eru þjóðfélagshópur sem telja má til minnihlutahóps og líkt og aðrir minnihlutahópar verða þeir fyrir fordómum og jafnvel mismunun. Slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og lágt sjálfsmat, félagslega einangrun, þunglyndi, kvíða og aukna hættu á sjálfsvígum. Ýmislegt bendir til þess að umburðarlyndi gagnvart trans einstaklingum hafi aukist á síðustu árum en hefur þó lítið verið rannsakað eða skrifað um stöðu og viðhorf til trans einstaklinga hér á landi. Víða um heim hafa viðhorf til trans einstaklinga verið rannsökuð en það vantaði rannsókn hérlendis á þessum málaflokki. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf háskólanema til trans einstaklinga. Þátttakendur voru nemendur í Háskólanum á Akureyri, 679 talsins og svöruðu þeir 26 atriða spurningalista. Niðurstöður leiddu í ljós að meirihluti háskólanema höfðu jákvæð viðhorf til trans einstaklinga og töldu þá eiga rétt á því gangast undir hormónameðferð og kynleiðréttingaraðgerð, hafa sömu réttindi og aðrir til að giftast, ættleiða barn og vinna með börnum. Flestir voru einnig jákvæðir gagnvart réttindum þeirra til að skipta um nafn og kennimark í þjóðskrá. Ekki voru þó margir tilbúnir að eiga trans einstakling fyrir maka, flestir gátu hugsað sér að eiga trans einstakling fyrir vin og enn fleiri gátu hugsað sér að vinna með einstaklingi sem væri trans. Búist var við því að karlar hefðu neikvæðari viðhorf til trans einstaklinga en konur og þeir sem telja trans vera af sálfræðilegum toga væru með neikvæðari viðhorf en þeir sem telja trans vera af líffræðilegum toga sem reyndist rétt. Ekki voru þó viðhorf verðandi heilbrigðisstarfsfólks og kennara jákvæðari samanborið við aðrar verðandi starfsstéttir eins og við var búist. Transgender people are a minority group that meet prejudice and even discrimination in their everyday life. That can have serious consequences such as low self-esteem, social isolation, depression, anxiety and a higher suicide risk. There is evidence that tolerance towards transgender people is ...