Summary: | Geðklofi er mjög misskilinn sjúkdómur og veit stór hluti almennings ekki hvað geðklofi er. Af þeim geðröskunum sem til eru, má segja að einstaklingar með geðklofa mæti neikvæðara viðmóti heldur en einstaklingar með aðrar geðraskanir. Fólk á það til að draga ályktanir um aðra þrátt fyrir að vera með aðrar upplýsingar um það. Viðhorf geta verið byggð á persónulegri reynslu en oftar en ekki eru þau lærð úr umhverfinu, vegna þekkingarleysis eða byggð á sögusögnum. Ekki er vitað til þess að rannsókn eins og þessi hafi verið framkvæmd áður hér á landi en fjölmargar rannsóknir á geðklofa hafa verið gerðar erlendis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf háskólanema til einstaklinga með geðklofa. Þátttakendur rannsóknarinnar voru nemendur úr Háskólanum á Akureyri, þeir voru þeir 509 talsins og voru 18 ára og eldri. Þátttakendurnir komu af mismunandi sviðum innan Háskólans. Notast var við spurningalistann, Opinion about Mental Illness in Chinese Community (OMICC) sem þýddur var yfir á íslensku og lagður fyrir þátttakendur. Spurningalistinn skiptist niður í fimm þætti. Þættirnir fimm mældu mismunandi hliðar á viðhorfi til einstaklinga með geðklofa. Þættirnir fimm voru aðskilnaður, staðalímyndir, aðhaldssemi, góðsemi og svartsýni. Í heild sinni leiddu niðurstöðurnar í ljós jákvætt viðhorf nemenda af öllum sviðum Háskólans í garð einstaklinga með geðklofa. Nemendur á heilbrigðisvísindasviði voru með áberandi jákvæðasta viðhorfið í flestum þáttum. Þátttakendum var skipt í tvo hópa eftir aldri, yngri en 30 ára og 30 ára og eldri. Ekki mældist munur á viðhorfi á milli aldurshópanna tveggja en jákvæðara viðhorf mældist hjá nemendum sem þekktu einhvern með geðklofa. Schizophrenia is a very misunderstood illness and there are not many who know exactly what schizophrenia is. People with schizophrenia are among the most stigmatized of those with mental illnesses. People can be very judgmental and tend to draw conclusions about others without sufficient information about them. Attitude can be based on a personal experience ...
|